Frank Ocean syngur í Laugardalshöll í júlí Freyr Bjarnason skrifar 17. maí 2013 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður í Laugardalshöll 16. júlí. nordicphotos/getty „Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
„Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira