Hrós handa ófrískum konum Sigga Dögg skrifar 23. maí 2013 12:45 Nordicphotos/getty „Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg. Sigga Dögg Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg.
Sigga Dögg Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira