Eftirminnilegustu tónleikarnir með Múm Sara McMahon skrifar 24. maí 2013 12:00 Warren Ellis kemur til Íslands í júní ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Sveitin kemur fram á hátíðinni All Tomorrow's Parties. Nordicphotos/getty „Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“ ATP í Keflavík Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
„Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“
ATP í Keflavík Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira