Vönduð rannsókn forsenda trausts Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. júní 2013 07:00 Í síðustu viku var sagt frá tveimur málum, þar sem rannsókn lögreglu í kynferðisbrotamálum var ábótavant. Annars vegar gagnrýndi Hæstiréttur rannsókn lögreglu í máli þar sem tveir menn voru sýknaðir af að hafa nauðgað ungri stúlku, en Héraðsdómur hafði áður sakfellt þá. Sýknudómurinn var fyrst og fremst byggður á mati á framburði þolandans, en meirihluti Hæstaréttar átaldi jafnframt að lögreglunni hefði láðst að kalla til vitni, ekki kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum í tæka tíð áður en myndefninu var fargað og ekki kallað eftir gögnum um símanotkun vitnis í málinu. Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri brást við Hæstaréttardómnum í viðtali við Pressuna og viðurkenndi að lögreglumenn hefðu lagt rangt mat á ýmis atriði í málinu, þótt það hefði ekki skipt sköpum um að sýknudómur var kveðinn upp. Þá sagði Fréttablaðið frá því á föstudag að karlmaður, sem vann á einu af frístundaheimilum Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólabörn, hefði verið ákærður fyrir að hafa fjölda mynda af barnaníði í fórum sínum. Maðurinn varð fyrir árás í júlí í fyrrasumar og árásarmennirnir voru dæmir í fangelsi í fyrrahaust. Þeir báru því meðal annars við að maðurinn væri barnaníðingur. Lögreglan lagði þá hald á tölvu hans til að rannsaka hana, en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en í desember, eftir að myndirnar fundust. Þá var hann nýlega snúinn aftur til starfa á frístundaheimilinu að loknu veikindaleyfi sem hann fékk eftir árásina. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði í Fréttablaðinu að vegna álags í tölvurannsóknardeild lögreglunnar hefði tölvan ekki verið skoðuð fyrr en svo löngu síðar; þetta hefði ekki verið forgangsverkefni. Reiðibylgjan sem reis í upphafi árs, eftir að uppvíst varð um umfangsmikil brot Karls Vignis Þorsteinssonar gegn mörgum börnum á löngum tíma, er enn ekki hnigin. Í kjölfar hennar kom mikil vitundarvakning um kynferðisbrot og þolendur, sem lengi höfðu borið harm sinn í hljóði, gáfu sig loksins fram og sögðu frá brotunum. Það er afskaplega mikilvægt að almenningur hafi traust á réttargæzlukerfinu, nú þegar alvarleiki kynferðisbrota hefur loks verið viðurkenndur. Eðli málsins samkvæmt er sönnunarbyrðin í þessum málum oft erfið, þar sem ekki eru aðrir til frásagnar um brotin en þolandi og gerandi. Annars vegar þarf lögreglan að vanda til rannsókna þessara mála eins og frekast er unnt og velta við hverjum steini. Í áðurnefndu nauðgunarmáli fórst það augljóslega fyrir. Hins vegar þarf að tryggja lögreglunni fjármuni og mannskap til að sinna þeim mikla fjölda kynferðisbrotamála, sem hún glímir nú við og tryggja að þau fái vandaða rannsókn. Það gengur að sjálfsögðu ekki að tölva manns, sem er grunaður um kynferðisbrot, sé rannsökuð hálfu ári eftir að lögreglan gerði hana upptæka. Það hlýtur að vera forgangsmál hjá nýrri ríkisstjórn og nýjum innanríkisráðherra að búa lögreglunni þau starfsskilyrði að hún geti rannsakað þessi andstyggilegu brot eins fljótt og rækilega og hægt er. Það er ein forsenda þess að almenningur treysti kerfinu í þessum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun
Í síðustu viku var sagt frá tveimur málum, þar sem rannsókn lögreglu í kynferðisbrotamálum var ábótavant. Annars vegar gagnrýndi Hæstiréttur rannsókn lögreglu í máli þar sem tveir menn voru sýknaðir af að hafa nauðgað ungri stúlku, en Héraðsdómur hafði áður sakfellt þá. Sýknudómurinn var fyrst og fremst byggður á mati á framburði þolandans, en meirihluti Hæstaréttar átaldi jafnframt að lögreglunni hefði láðst að kalla til vitni, ekki kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum í tæka tíð áður en myndefninu var fargað og ekki kallað eftir gögnum um símanotkun vitnis í málinu. Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri brást við Hæstaréttardómnum í viðtali við Pressuna og viðurkenndi að lögreglumenn hefðu lagt rangt mat á ýmis atriði í málinu, þótt það hefði ekki skipt sköpum um að sýknudómur var kveðinn upp. Þá sagði Fréttablaðið frá því á föstudag að karlmaður, sem vann á einu af frístundaheimilum Reykjavíkurborgar fyrir grunnskólabörn, hefði verið ákærður fyrir að hafa fjölda mynda af barnaníði í fórum sínum. Maðurinn varð fyrir árás í júlí í fyrrasumar og árásarmennirnir voru dæmir í fangelsi í fyrrahaust. Þeir báru því meðal annars við að maðurinn væri barnaníðingur. Lögreglan lagði þá hald á tölvu hans til að rannsaka hana, en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en í desember, eftir að myndirnar fundust. Þá var hann nýlega snúinn aftur til starfa á frístundaheimilinu að loknu veikindaleyfi sem hann fékk eftir árásina. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði í Fréttablaðinu að vegna álags í tölvurannsóknardeild lögreglunnar hefði tölvan ekki verið skoðuð fyrr en svo löngu síðar; þetta hefði ekki verið forgangsverkefni. Reiðibylgjan sem reis í upphafi árs, eftir að uppvíst varð um umfangsmikil brot Karls Vignis Þorsteinssonar gegn mörgum börnum á löngum tíma, er enn ekki hnigin. Í kjölfar hennar kom mikil vitundarvakning um kynferðisbrot og þolendur, sem lengi höfðu borið harm sinn í hljóði, gáfu sig loksins fram og sögðu frá brotunum. Það er afskaplega mikilvægt að almenningur hafi traust á réttargæzlukerfinu, nú þegar alvarleiki kynferðisbrota hefur loks verið viðurkenndur. Eðli málsins samkvæmt er sönnunarbyrðin í þessum málum oft erfið, þar sem ekki eru aðrir til frásagnar um brotin en þolandi og gerandi. Annars vegar þarf lögreglan að vanda til rannsókna þessara mála eins og frekast er unnt og velta við hverjum steini. Í áðurnefndu nauðgunarmáli fórst það augljóslega fyrir. Hins vegar þarf að tryggja lögreglunni fjármuni og mannskap til að sinna þeim mikla fjölda kynferðisbrotamála, sem hún glímir nú við og tryggja að þau fái vandaða rannsókn. Það gengur að sjálfsögðu ekki að tölva manns, sem er grunaður um kynferðisbrot, sé rannsökuð hálfu ári eftir að lögreglan gerði hana upptæka. Það hlýtur að vera forgangsmál hjá nýrri ríkisstjórn og nýjum innanríkisráðherra að búa lögreglunni þau starfsskilyrði að hún geti rannsakað þessi andstyggilegu brot eins fljótt og rækilega og hægt er. Það er ein forsenda þess að almenningur treysti kerfinu í þessum málum.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun