Árangurinn styrkir stöðu íslenskra félagsliða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 09:00 Ellert Hreinsson og félagar í Breiðabliki gerðu góða ferð til Austurríkis í vikunni og slógu út Sturm Graz. Mynd/Vilhelm Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum. Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Íslensk félagslið hafa náð frábærum árangri í Evrópukeppnunum þetta árið. Öll fjögur íslensku liðin unnu fyrstu andstæðinga sína í Evrópukeppnunum og tvö þeirra, FH og Breiðablik, eru komin enn lengra eftir sigra á liðum sem voru hærra skrifuð. KR og ÍBV féllu hins vegar úr leik gegn mjög sterkum andstæðingum. Gunnar Gylfason hefur starfað að þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum fyrir hönd KSÍ og segir árangurinn sá besta í tæpan áratug. „Þetta er besti árangur okkar síðan við komum fjórum liðum í Evrópukeppnirnar,“ segir hann. Árangur íslenskra liða hefur tvíþætt áhrif. Annars vegar á landsstuðul íslenskra liða í heild sinni en staða Íslands á þeim lista ákveður hversu mörg sæti Ísland fær í hverri keppni og í hvaða umferð þau hefja þátttöku. Hins vegar safna liðin sér svo sjálf stigum fyrir árangur og fá stig samkvæmt því hversu langt þau komast í keppninni. Sá stigafjöldi ákvarðar hvorum megin liðin lenda þegar raðað er í efri og neðri styrkleikaflokk þegar lið eru dregin saman í keppni. „Árangur liðanna í leikjunum sjálfum – sigrar og jafntefli – hækka svo landsstuðul Íslands. Jafntefli ÍBV við Rauðu stjörnuna í vikunni hjálpar því landsstuðlinum þó svo að Eyjamenn hafi fallið úr leik,“ útskýrir Gunnar. FH var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar og litháíska liðið Ekranas í efri. FH var með næstflest stig af liðunum í neðri hlutanum en eftir sigur liðsins á Ekranas er mjög líklegt að FH-ingar verði í efri hlutanum ef liðið kemst aftur í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta ári. Til þess þarf þó FH að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í haust. Staða KR og Breiðabliks er einnig sterk þar sem liðin hafa spilað reglulega í Evrópukeppnum síðustu ár. Fyrir fram er þó erfitt að meta stöðu íslenskra liða fyrr en vitað er hvaða lið komast í Evrópukeppnirnar hverju sinni. Þó er ljóst að árangurinn í ár eykur líkurnar til muna á að íslensk lið fái auðveldari andstæðinga í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar á komandi árum.
Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira