Denzel ekkert lamb að leika sér við Kristjana Arnarsdóttir skrifar 30. júlí 2013 07:00 Baltasar Kormákur frumsýndi stórmyndina 2 Guns í gærkvöld en myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum. getty/nordicphotos „Það er mikil spenna í gangi og ég er alveg haugstressaður,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem staddur er í New York við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar 2 Guns. Myndin skartar stórleikurunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, en Wahlberg fór einnig með hlutverk í Contraband sem Baltasar leikstýrði í fyrra. Blaðamaður náði tali af leikstjóranum fyrir frumsýninguna í gær en þá hafði hann lokið við fjöldann allan af viðtölum ásamt aðalleikurum myndarinnar. „Þetta er búið að vera algjört maraþon í dag. Pressan verður auðvitað alltaf meiri og meiri með þessum stóru verkefnum og það er búið að veggfóðra borgina með plakötum og öðru.“ Spurður að því hvernig það sé að vinna með reynsluboltum eins og Denzel Washington og Mark Wahlberg segir Baltasar það hafa verið skemmtilegt en krefjandi. „Denzel er ekkert lamb að leika sér við en á móti kemur að hann er alveg frábær leikari. Mark þekki ég orðið vel og við erum orðnir góðir vinir svo það er aðeins auðveldara og þægilegra, bara eins og þegar ég vinn með íslenskum vinum mínum.“Hér sjást þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg í hlutverkum sínum en Baltasar fylgist grannt með gangi mála.Frumsýningin fór fram í New York þar sem aðalleikararnir eru báðir í verkefnum á austurströndinni. Baltasar bauð allri fjölskyldunni með sér út og var tilhlökkunin mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Baltasar hefur í nógu að snúast en fram undan eru tökur á næstu stórmynd, Everest, og hefst undirbúningur fyrir hana í ágúst. Margir þekktir leikarar hafa verið orðaðir við myndina, nú síðast þeir Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark.Samningaviðræður við leikarana eru í gangi um þessar mundir. „Það er ekki búið að staðfesta þetta alveg en þetta er á síðustu metrunum. Tökurnar eiga svo að hefjast í lok október en þetta er að sjálfsögðu alltaf háð breytingum. Þetta lítur hins vegar mjög vel út,“ sagði leikstjórinn að lokum. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Það er mikil spenna í gangi og ég er alveg haugstressaður,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur, sem staddur er í New York við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar 2 Guns. Myndin skartar stórleikurunum Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, en Wahlberg fór einnig með hlutverk í Contraband sem Baltasar leikstýrði í fyrra. Blaðamaður náði tali af leikstjóranum fyrir frumsýninguna í gær en þá hafði hann lokið við fjöldann allan af viðtölum ásamt aðalleikurum myndarinnar. „Þetta er búið að vera algjört maraþon í dag. Pressan verður auðvitað alltaf meiri og meiri með þessum stóru verkefnum og það er búið að veggfóðra borgina með plakötum og öðru.“ Spurður að því hvernig það sé að vinna með reynsluboltum eins og Denzel Washington og Mark Wahlberg segir Baltasar það hafa verið skemmtilegt en krefjandi. „Denzel er ekkert lamb að leika sér við en á móti kemur að hann er alveg frábær leikari. Mark þekki ég orðið vel og við erum orðnir góðir vinir svo það er aðeins auðveldara og þægilegra, bara eins og þegar ég vinn með íslenskum vinum mínum.“Hér sjást þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg í hlutverkum sínum en Baltasar fylgist grannt með gangi mála.Frumsýningin fór fram í New York þar sem aðalleikararnir eru báðir í verkefnum á austurströndinni. Baltasar bauð allri fjölskyldunni með sér út og var tilhlökkunin mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Baltasar hefur í nógu að snúast en fram undan eru tökur á næstu stórmynd, Everest, og hefst undirbúningur fyrir hana í ágúst. Margir þekktir leikarar hafa verið orðaðir við myndina, nú síðast þeir Josh Brolin, Jake Gyllenhaal, John Hawkes og Jason Clark.Samningaviðræður við leikarana eru í gangi um þessar mundir. „Það er ekki búið að staðfesta þetta alveg en þetta er á síðustu metrunum. Tökurnar eiga svo að hefjast í lok október en þetta er að sjálfsögðu alltaf háð breytingum. Þetta lítur hins vegar mjög vel út,“ sagði leikstjórinn að lokum.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp