Mæta brosandi í musteri gleðinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Mynd/Vilhelm „Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
„Sumir eru lengur að jafna sig eftir leiki en aðrir. Það snýr að lífeðlisfræðinni og fer eftir líkamsbyggingu, aldri og fleiru,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Hinir grænu og hvítu hafa verið undir miklu álagi undanfarnar fimm vikur. Liðið hefur spilað ellefu leiki á 35 dögum og aldrei fengið meiri hvíld en þrjá daga á milli leikja. Þar að auki fór liðið í langt ferðalag fram og til baka til Kasakstans í síðustu viku og þar áður til Andorra og Austurríkis. „Stemningin í hópnum er fín og það er mikil tilhlökkun,“ segir Ólafur um stöðuna á strákunum. Blikar töpuðu í undanúrslitum bikarsins gegn Fram á sunnudaginn og endurnýja kynnin við Laugardalsvöllinn í dag. „Auðvitað hefði verið betra að spila á Kópavogsvelli enda er það okkar heimavöllur,“ segir Ólafur. Ástæða þess að leikurinn fer fram í Laugardalnum er sú að forsvarsmenn Aktobe neituðu beiðni Blika um að spila í Kópavogi. „Maður getur valið að velta sér upp úr vellinum en við höfum ekki einu sinni rætt þetta,“ segir Ólafur, greinilega harðákveðinn í að halda einbeitingu sinna manna. „Við munum spila í musteri gleðinnar í kvöld með bros á vör og reyna að ná góðum úrslitum. Það er ekki leiðinlegt að fara í háborg gleðinnar í íslenskri knattspyrnu, sjálfan Laugardalsvöllinn,“ segir Ólafur á léttu nótunum. Blikar þurfa að vinna upp 1-0 forskot Aktobe frá því í fyrri leiknum. Ólafur segir alla pressuna á gestunum frá Kasakstan, sem séu með firnasterkt lið. „Aktobe er miklu betra lið en Sturm Graz og með hrikalega flotta leikmenn. Þeir eru líkamlega sterkir, góðir á boltann og liðið í öðrum klassa en andstæðingar okkar í deildinni hérna heima,“ segir Ólafur með fullri virðingu fyrir íslensku liðunum. Hann minnir á stórsigur Aktobe á FH fyrir fjórum tímabilum og segir sjö til átta leikmenn úr því liði enn leikmenn Aktobe. „Þeir eru fyrirfram mun líklegri til að fara áfram og pressan því öll á þeim.“ Leikur Breiðabliks og Aktobe á Laugardalsvelli hefst klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn