Súkkulaðiverksmiðjan var innblásturinn Marín Manda skrifar 8. nóvember 2013 11:30 Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur hannað virðuleg borð sem líta út eins og súkkulaðiplötur. "Ég elska súkkulaði og hef lengi hrifist af ólíkum formum þess. Þetta form sem ég valdi fyrir borðið 70% er kunnuglegt flestum því þetta er líklega formið sem flestir hugsa um þegar talað er um súkkulaði,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn segir hugmyndina að 70% borðunum vera tengda góðri minningu frá æskuárum hennar þegar hún sótti balletttíma í miðbæ Reykjavíkur þar sem súkkulaðiverksmiðjan Nói og Siríus var. „Þegar ég steig út úr strætó, tók þessi blíða, dísæta angan öll völd og fylgdi mér alla leið upp á fjórðu hæð en súkkulaðiverksmiðjan var einmitt í sama húsi og ballettskóli Sigríðar Ármann heitinnar.“Borðið minnir einna helst á súkkulaðiplötu.Anna Þórunn hefur starfað sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007. Hún frumsýndi 70% borðin á Hönnunarmars á þessu ári og hafa þau vakið mikla athygli. Birst hafa umfjallanir á hönnunarbloggum á borð við Cool Hunting og fleiri bloggum. Einnig hafa borðin fengið umfjöllun í króatíska blaðinu Moja, finnska hönnunarblaðinu Glorian Koti og septemberblaði Milk Decoration. „Formið er mjög stílhreint og formfagurt að mínu mati en ég leitast við að gera stílhreina hluti sem geta lifað um ókomna tíð. Ég vildi hafa fæturna granna þannig að borðplatan (súkkulaðiplatan) nyti sín sem best. Útkoman er borð með sterkan karakter. Eins og með gæðasúkkulaði þá vildi ég hafa gegnheilan við og valdi því eik þar sem viðurinn kemur vel í ljós við yfirborðsmeðhöndlun,“ segir Anna Þórunn glöð í bragði. Borðin eru nýkomin í Epal en nánari upplýsingar fást á annathorunn.is HönnunarMars Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur hannað virðuleg borð sem líta út eins og súkkulaðiplötur. "Ég elska súkkulaði og hef lengi hrifist af ólíkum formum þess. Þetta form sem ég valdi fyrir borðið 70% er kunnuglegt flestum því þetta er líklega formið sem flestir hugsa um þegar talað er um súkkulaði,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn segir hugmyndina að 70% borðunum vera tengda góðri minningu frá æskuárum hennar þegar hún sótti balletttíma í miðbæ Reykjavíkur þar sem súkkulaðiverksmiðjan Nói og Siríus var. „Þegar ég steig út úr strætó, tók þessi blíða, dísæta angan öll völd og fylgdi mér alla leið upp á fjórðu hæð en súkkulaðiverksmiðjan var einmitt í sama húsi og ballettskóli Sigríðar Ármann heitinnar.“Borðið minnir einna helst á súkkulaðiplötu.Anna Þórunn hefur starfað sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007. Hún frumsýndi 70% borðin á Hönnunarmars á þessu ári og hafa þau vakið mikla athygli. Birst hafa umfjallanir á hönnunarbloggum á borð við Cool Hunting og fleiri bloggum. Einnig hafa borðin fengið umfjöllun í króatíska blaðinu Moja, finnska hönnunarblaðinu Glorian Koti og septemberblaði Milk Decoration. „Formið er mjög stílhreint og formfagurt að mínu mati en ég leitast við að gera stílhreina hluti sem geta lifað um ókomna tíð. Ég vildi hafa fæturna granna þannig að borðplatan (súkkulaðiplatan) nyti sín sem best. Útkoman er borð með sterkan karakter. Eins og með gæðasúkkulaði þá vildi ég hafa gegnheilan við og valdi því eik þar sem viðurinn kemur vel í ljós við yfirborðsmeðhöndlun,“ segir Anna Þórunn glöð í bragði. Borðin eru nýkomin í Epal en nánari upplýsingar fást á annathorunn.is
HönnunarMars Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira