Húðflúr með persónu úr Breaking Bad Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Gunnar Valdimarsson, húðflúrari, langar að gera flúr með Jesse Pinkman úr Breaking Bad þáttunum vinsælu. Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Í stöðuuppfærslu á Facebook reifaði Gunnar Valdimarsson húðflúrari hugmyndir um að gera flúr með uppáhaldspersónunum sínum úr hinum geysivinsælu Breaking Bad-sjónvarpsþáttum. Einn aðdáandi Gunnars, Hafþór Eggertsson, greip hugmyndina á lofti og hafði samband við Gunnar. Úr varð stórglæsilegt húðflúr af persónunni Jesse Pinkman, sem leikinn er af Aaron Paul. Húðflúr af hinni aðalpersónunni, Walter White sem Bryan Cranston leikur, er næst á dagskrá. „Ég sá stöðuuppfærslu Gunnars á Facebook og ákvað að stökkva á þetta,“ segir Hafþór sem segist mikill aðdáandi þáttanna. „Ég er bæði aðdáandi Gunnars og Breaking Bad-þáttanna þannig að ég er ótrúlega ánægður með þetta. Jesse Pinkman er í miklu uppáhaldi, ásamt Walter White,“ segir Hafþór en segist samt ekki sjá sjálfan sig í Pinkman, sem er glæpamaður. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega vel sköpuð persóna og vel leikin af Aaron Paul.“ Hafþór Eggertsson er mikill aðdáandi Breaking Bad og getur ekki beðið eftir að fá flúr af Walter White.Hafþór er algjörlega í skýjunum með húðflúrlistamanninn Gunnar, sem er gríðarlega vinsæll á sínu sviði. „Ef ég mætti ráða væru öll flúrin mín eftir Gunnar, en maður getur ekki alltaf fengið það sem maður vill,“ segir Hafþór. Hafþór, sem er 18 ára gamall, fékk sér sitt fyrsta húðflúr í vor og hefur nú heldur betur bætt í safnið. „Maður verður alveg háður þessu. Ég er búinn að fá húðflúr á báða handleggina, handarbakið og nú kálfann. Eftir að Gunnar kláraði Jesse Pinkman-flúrið langaði mig strax í meira,“ segir Hafþór og hlakkar til að láta flúra andlit Walters White á sig. „Ég get ekki beðið að fá annað húðflúr frá Gunnari, hann er algjörlega í heimsklassa.“ Gunnar er sjálfur mikill aðdáandi Breaking Bad-þáttanna. „Eftir að hafa horft á lokaþáttinn fór ég á Facebook og setti fram einhverja hugmynd sem komst svo á flug,“ segir Gunnar og bætir við að Hafþór hafi komið með skemmtilegar hugmyndir sem honum hafi litist vel á. „Nokkrir höfðu samband vegna þessara pælinga en mér leist best á hugmyndir Hafþórs.“ Gunnar hefur haft samband við Aaron Paul leikara, enda ætti hann að hafa áhuga á því að andlit hans sé flúrað á kálfa annars manns. „Ég fylgist með honum á netinu. Hann er áhugasamur um Breaking Bad-húðflúr. Þannig að ég ákvað að senda honum mynd af þessu, en hann hefur ekki enn svarað. Ég bíð bara spenntur.“ Greinilegt er að þeir sem eru áhugasamir um verk Gunnars þurfa að fylgjast með honum á Facebook. „Já, ég fæ fullt af húðflúrshugmyndum sendar frá fólki. Ef mér líkar við hugmyndina og sé þetta fyrir mér þá hefst ég handa,“ segir Gunnar og hvetur fólk til að senda sér hugmyndir. Hafþór sér allavega ekki eftir því. „Ef einhver hefði sagt mér fyrir mánuði að ég væri kominn með húðflúr af Jesse Pinkman eftir Gunnar Valdimarsson hefði ég ekki trúað honum.“Hafþór er búinn að safna flúrum síðan í vor.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira