Orðljótum notendum refsað Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Fyrstu Xbox One vélarnar í Bandaríkjunum voru afhentar á útgáfuhátíð í New York síðasta föstudag. Fréttablaðið/AP Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila. Leikjavísir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila.
Leikjavísir Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira