Er svigrúmið fyrir alla? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. nóvember 2013 07:00 Stór hluti launamanna á Íslandi virðist hafa skynsamlegar og raunhæfar væntingar til næstu kjarasamninga. Í skoðanakönnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera lýstu tveir þriðjuhlutar svarenda sig reiðubúna að fara þjóðarsáttarleið lítilla kauphækkana og lágrar verðbólgu. Ákvarðanir sveitarfélaga, sem hafa dregið til baka ákvarðanir um gjaldskrárhækkanir, stuðla að því að slík þjóðarsátt geti náðst. Það skiptir máli að rjúfa vítahring stöðugra hækkana með tilvísun til verðbólgu, sem ýta svo að sjálfsögðu enn undir verðbólguna. Það var ástæða til að hafa áhyggjur af því á tímabili að sjónvarpsauglýsing Samtaka atvinnulífsins, þar sem fjallað var um launa- og kaupmáttarþróunina frá 2006 og gleymdist að nefna hrun krónunnar, myndi hleypa illu blóði í launþegahreyfinguna og kalla fram harðari kröfur um launahækkanir. Það virðist þó ekki hafa orðið. Forystumenn og félagsmenn í stéttarfélögunum átta sig á því að innistæðulausar kauphækkanir fara beint út í verðlagið og éta upp kaupmáttaraukninguna. Þannig sagði Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, í Fréttablaðinu í fyrradag: „Félagsmenn okkar sögðu að ef launahækkanir færu beint út í verðlagið gæti verið betra að sleppa þeim. Það er krafa um að menn stoppi þessa víxlverkun.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sagði að í öllum könnunum sem Efling hefði gert meðal sinna félagsmanna, hefði meirihlutinn viljað breytingar á skattkerfinu. Í sama blaði var rætt við launþega á vinnustöðum og flestir voru sammála um að fara þyrfti varlega í launahækkanir. Fólk vill hins vegar raunverulega kaupmáttaraukningu og horfir þá þar til breytinga á skattkerfinu, til dæmis með hækkun persónuafsláttar. Eðlilega, enda hefur núverandi ríkisstjórn lofað skattalækkunum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sagt að það sé þess virði að skoða þá leið. Þá vaknar hins vegar spurningin: Hvernig munu aðgerðirnar til hjálpar skuldsettum heimilum, sem að líkindum verða kynntar í dag eða á morgun, spila inn í kjarasamningana og þær væntingar sem almennir launamenn hafa um kaupmáttaraukningu? Fram hefur komið að farin verði blönduð leið skuldaniðurfellingar og skattaafsláttar handa þeim sem vilja greiða inn á lánin sín. Niðurfellingin mun nýtast þeim sem skulda, mest þeim sem skulda mikið. Einnig hafa verið færð rök fyrir að skattaafslátturinn muni koma þeim bezt sem hafa hæstar tekjur. Þeir sem skulda ekki húsnæðislán, til dæmis af því að þeir búa í leiguhúsnæði eins og margir þeir lægst launuðu gera, hafa mátt þola kaupmáttarskerðingu vegna gengishruns og verðbólgu, rétt eins og aðrir. Þeir vænta þess líkast til að ef það er svigrúm hjá ríkissjóði á annað borð til að lækka skatta eða gefa afslátt af þeim, fái þeir líka að njóta þess svigrúms, til dæmis í hærri persónuafslætti. Er ekki alveg örugglega búið að hugsa það til enda við ríkisstjórnarborðið hvernig stóra skuldaleiðréttingarútspilið spilar inn í kjarasamningana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun
Stór hluti launamanna á Íslandi virðist hafa skynsamlegar og raunhæfar væntingar til næstu kjarasamninga. Í skoðanakönnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera lýstu tveir þriðjuhlutar svarenda sig reiðubúna að fara þjóðarsáttarleið lítilla kauphækkana og lágrar verðbólgu. Ákvarðanir sveitarfélaga, sem hafa dregið til baka ákvarðanir um gjaldskrárhækkanir, stuðla að því að slík þjóðarsátt geti náðst. Það skiptir máli að rjúfa vítahring stöðugra hækkana með tilvísun til verðbólgu, sem ýta svo að sjálfsögðu enn undir verðbólguna. Það var ástæða til að hafa áhyggjur af því á tímabili að sjónvarpsauglýsing Samtaka atvinnulífsins, þar sem fjallað var um launa- og kaupmáttarþróunina frá 2006 og gleymdist að nefna hrun krónunnar, myndi hleypa illu blóði í launþegahreyfinguna og kalla fram harðari kröfur um launahækkanir. Það virðist þó ekki hafa orðið. Forystumenn og félagsmenn í stéttarfélögunum átta sig á því að innistæðulausar kauphækkanir fara beint út í verðlagið og éta upp kaupmáttaraukninguna. Þannig sagði Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, í Fréttablaðinu í fyrradag: „Félagsmenn okkar sögðu að ef launahækkanir færu beint út í verðlagið gæti verið betra að sleppa þeim. Það er krafa um að menn stoppi þessa víxlverkun.“ Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sagði að í öllum könnunum sem Efling hefði gert meðal sinna félagsmanna, hefði meirihlutinn viljað breytingar á skattkerfinu. Í sama blaði var rætt við launþega á vinnustöðum og flestir voru sammála um að fara þyrfti varlega í launahækkanir. Fólk vill hins vegar raunverulega kaupmáttaraukningu og horfir þá þar til breytinga á skattkerfinu, til dæmis með hækkun persónuafsláttar. Eðlilega, enda hefur núverandi ríkisstjórn lofað skattalækkunum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur sagt að það sé þess virði að skoða þá leið. Þá vaknar hins vegar spurningin: Hvernig munu aðgerðirnar til hjálpar skuldsettum heimilum, sem að líkindum verða kynntar í dag eða á morgun, spila inn í kjarasamningana og þær væntingar sem almennir launamenn hafa um kaupmáttaraukningu? Fram hefur komið að farin verði blönduð leið skuldaniðurfellingar og skattaafsláttar handa þeim sem vilja greiða inn á lánin sín. Niðurfellingin mun nýtast þeim sem skulda, mest þeim sem skulda mikið. Einnig hafa verið færð rök fyrir að skattaafslátturinn muni koma þeim bezt sem hafa hæstar tekjur. Þeir sem skulda ekki húsnæðislán, til dæmis af því að þeir búa í leiguhúsnæði eins og margir þeir lægst launuðu gera, hafa mátt þola kaupmáttarskerðingu vegna gengishruns og verðbólgu, rétt eins og aðrir. Þeir vænta þess líkast til að ef það er svigrúm hjá ríkissjóði á annað borð til að lækka skatta eða gefa afslátt af þeim, fái þeir líka að njóta þess svigrúms, til dæmis í hærri persónuafslætti. Er ekki alveg örugglega búið að hugsa það til enda við ríkisstjórnarborðið hvernig stóra skuldaleiðréttingarútspilið spilar inn í kjarasamningana?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun