Orðsending til íslenskra karlmanna Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar