Ný fatalína með ljósmyndum af íslenskri náttúru Marín Manda skrifar 13. desember 2013 22:00 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir Myndir/ Atli Már Hafsteinsson "Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira