Fengu ekki mikla hjálp við flutningana til Portúgal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. desember 2013 07:00 Landsliðsmaður Helgi Valur á ferðinni í 2-0 sigrinum á Noregi sem markaði upphafið á frábærri undankeppni strákanna okkar. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég held að það komi enginn vetur hérna. Hitastigið hefur verið í kringum 17-18 gráður og sól og blíða. Þetta er aðeins öðru vísi jólaveður,“ segir atvinnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson. Árbæingurinn undirbýr að halda jólin hátíðleg í höfuðborg Portúgals, Lissabon, þar sem hann hefur búið síðan í sumar er hann gekk í raðir Belenenses. Helgi Valur hefur komið víða við á tólf árum í atvinnumennskunni. Eftir eitt tímabil með karlaliði Fylkis hélt miðjumaðurinn utan til Peterborough á Englandi. Síðan hefur hann spilað lengst af í Svíþjóð með viðkomu í Árbænum og hjá Hansa Rostock í Þýskalandi. Hann tekur undir að Portúgal skeri sig úr hvað varðar viðkomustaði sína til þessa. „Fólkið er rosalega afslappað hérna og virðist ekki gera hluti í dag sem hægt er að fresta til morguns. Maður þarf að ýta á eftir því að hlutirnir séu gerðir,“ segir Helgi Valur léttur. Fjölskyldan hafi fundið fyrir því þegar hún flutti með sitt hafurtask frá Stokkhólmi til Lissabon. „Við fengum ekki svakalega mikla hjálp þegar við fluttum hingað. Það hjálpaði ekki til fyrsta mánuðinn.“Helgi Valur í 2-0 sigurleiknum gegn Noregi haustið 2012.Mynd/VilhelmÚtlitið betra fyrir Eggert Helgi Valur er fyrsti Íslendingurinn sem spilar í portúgölsku deildinni. Hann segir það sérstakt en hann njóti tímans vel í sólinni. Hann hafi reiknað með því að boltinn væri allt öðruvísi og myndi kannski ekki henta sér sérstaklega vel. „Eftir að hafa spilað helling af leikjum fíla ég mig mjög vel,“ segir Árbæingurinn sem hefur verið í byrjunarliðinu í tíu leikjum af þrettán. „Liðin leggja upp með skipulagðan varnarleik og skyndisóknir. Svo eru margir teknískir og fljótir leikmenn,“ segir Helgi Valur. Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er einnig á mála hjá liðinu en hefur lítið spilað. Helgi Valur segir félaga sinn hafa lent í meiðslum fyrir mót og svo aftur fyrir nokkrum vikum. Á meðan hafi aðrir spilað vel. „Við erum að selja einn miðjumann núna svo það lítur vel út fyrir Eggert ef hann heldur sér heilum.“ Tíu vikur eru síðan Belenenses vann leik í deildinni. Liðið situr í 13. sæti af liðunum sextán. „Vörnin hefur verið góð en við verðum að fara að skora,“ segir Helgi Valur. Liðið hefur aðeins skorað níu mörk á leiktíðinni og ekkert mark í síðustu fimm leikjum. Helgi minnir þó á að liðið sé nýliði í deildinni, ekki séu miklir fjármunir til að spila úr og markiðið einfalt; að halda sæti sínu í deildinni.Helgi Valur fagnar marki með Fylki gegn Val í Landsbankadeildinni sumarið 2005.Mynd/HariTalar fótboltaportúgölsku Langflestir liðsfélagar Eggerts og Helga eru portúgalskir. Þótt þjálfarinn sé hollenskur hefur hann starfað í Portúgal í lengri tíma og talar tungumálið. Allt fer því fram á portúgölsku. „Ég er búinn að ná fótboltamálinu nokkuð vel en hef ekki lært tungumálið formlega,“ segir Helgi Valur. Svo spyrji hann bara strákana í liðinu sem tali ensku komi upp sú staða að hann skilji ekki skilaboð þjálfarans. Þótt Helgi Valur sé ekki í tungumálanámi er hann sestur á skólabekk. Diplómanám við London School of Economics. „Ég er búinn með BS í efnafræði og það er fínt að bæta við sig smá stærðfræði,“ segir Helgi Valur sem eðli málsins samkvæmt er í fjarnámi. Hann ætlar þó að gefa sér tíma í námið meðfram fótboltanum og fjölskyldunni.Eiður Smári Guðjohnsen, Haraldur Björnsson og Helgi Valur ganga af velli í Zagreb.Nordicphotos/GettyMaður var orðinn svo jákvæður Mánuður er síðan karlalandsliðið mátti játa sig sigrað gegn Króatíu í úrslitaleik um laust sæti á HM í Brasilíu. Vonbrigðin voru mikil hjá leikmönnum Íslands og fjölmörgum landsmönnum. „Þetta er kannski aðeins öðru vísi þegar maður spilar ekki leikinn og tekur ekki beinan þátt. Örugglega erfiðara fyrir þá sem spiluðu,“ segir miðjumaðurinn sem sat á bekknum í Zagreb. Króatarnir hafi einfaldlega verið í svakalegu stuði og með mikla yfirburði. „Maður var orðinn svo jákvæður og farinn að halda að við færum til Brasilíu. Þannig að auðvitað var það leiðinlegt.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira
„Ég held að það komi enginn vetur hérna. Hitastigið hefur verið í kringum 17-18 gráður og sól og blíða. Þetta er aðeins öðru vísi jólaveður,“ segir atvinnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson. Árbæingurinn undirbýr að halda jólin hátíðleg í höfuðborg Portúgals, Lissabon, þar sem hann hefur búið síðan í sumar er hann gekk í raðir Belenenses. Helgi Valur hefur komið víða við á tólf árum í atvinnumennskunni. Eftir eitt tímabil með karlaliði Fylkis hélt miðjumaðurinn utan til Peterborough á Englandi. Síðan hefur hann spilað lengst af í Svíþjóð með viðkomu í Árbænum og hjá Hansa Rostock í Þýskalandi. Hann tekur undir að Portúgal skeri sig úr hvað varðar viðkomustaði sína til þessa. „Fólkið er rosalega afslappað hérna og virðist ekki gera hluti í dag sem hægt er að fresta til morguns. Maður þarf að ýta á eftir því að hlutirnir séu gerðir,“ segir Helgi Valur léttur. Fjölskyldan hafi fundið fyrir því þegar hún flutti með sitt hafurtask frá Stokkhólmi til Lissabon. „Við fengum ekki svakalega mikla hjálp þegar við fluttum hingað. Það hjálpaði ekki til fyrsta mánuðinn.“Helgi Valur í 2-0 sigurleiknum gegn Noregi haustið 2012.Mynd/VilhelmÚtlitið betra fyrir Eggert Helgi Valur er fyrsti Íslendingurinn sem spilar í portúgölsku deildinni. Hann segir það sérstakt en hann njóti tímans vel í sólinni. Hann hafi reiknað með því að boltinn væri allt öðruvísi og myndi kannski ekki henta sér sérstaklega vel. „Eftir að hafa spilað helling af leikjum fíla ég mig mjög vel,“ segir Árbæingurinn sem hefur verið í byrjunarliðinu í tíu leikjum af þrettán. „Liðin leggja upp með skipulagðan varnarleik og skyndisóknir. Svo eru margir teknískir og fljótir leikmenn,“ segir Helgi Valur. Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er einnig á mála hjá liðinu en hefur lítið spilað. Helgi Valur segir félaga sinn hafa lent í meiðslum fyrir mót og svo aftur fyrir nokkrum vikum. Á meðan hafi aðrir spilað vel. „Við erum að selja einn miðjumann núna svo það lítur vel út fyrir Eggert ef hann heldur sér heilum.“ Tíu vikur eru síðan Belenenses vann leik í deildinni. Liðið situr í 13. sæti af liðunum sextán. „Vörnin hefur verið góð en við verðum að fara að skora,“ segir Helgi Valur. Liðið hefur aðeins skorað níu mörk á leiktíðinni og ekkert mark í síðustu fimm leikjum. Helgi minnir þó á að liðið sé nýliði í deildinni, ekki séu miklir fjármunir til að spila úr og markiðið einfalt; að halda sæti sínu í deildinni.Helgi Valur fagnar marki með Fylki gegn Val í Landsbankadeildinni sumarið 2005.Mynd/HariTalar fótboltaportúgölsku Langflestir liðsfélagar Eggerts og Helga eru portúgalskir. Þótt þjálfarinn sé hollenskur hefur hann starfað í Portúgal í lengri tíma og talar tungumálið. Allt fer því fram á portúgölsku. „Ég er búinn að ná fótboltamálinu nokkuð vel en hef ekki lært tungumálið formlega,“ segir Helgi Valur. Svo spyrji hann bara strákana í liðinu sem tali ensku komi upp sú staða að hann skilji ekki skilaboð þjálfarans. Þótt Helgi Valur sé ekki í tungumálanámi er hann sestur á skólabekk. Diplómanám við London School of Economics. „Ég er búinn með BS í efnafræði og það er fínt að bæta við sig smá stærðfræði,“ segir Helgi Valur sem eðli málsins samkvæmt er í fjarnámi. Hann ætlar þó að gefa sér tíma í námið meðfram fótboltanum og fjölskyldunni.Eiður Smári Guðjohnsen, Haraldur Björnsson og Helgi Valur ganga af velli í Zagreb.Nordicphotos/GettyMaður var orðinn svo jákvæður Mánuður er síðan karlalandsliðið mátti játa sig sigrað gegn Króatíu í úrslitaleik um laust sæti á HM í Brasilíu. Vonbrigðin voru mikil hjá leikmönnum Íslands og fjölmörgum landsmönnum. „Þetta er kannski aðeins öðru vísi þegar maður spilar ekki leikinn og tekur ekki beinan þátt. Örugglega erfiðara fyrir þá sem spiluðu,“ segir miðjumaðurinn sem sat á bekknum í Zagreb. Króatarnir hafi einfaldlega verið í svakalegu stuði og með mikla yfirburði. „Maður var orðinn svo jákvæður og farinn að halda að við færum til Brasilíu. Þannig að auðvitað var það leiðinlegt.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira