Kjarasamningur framhaldsskólakennara Guðríður Arnardóttir skrifar 9. apríl 2014 07:00 Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær er nýgerður kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið gagnrýndur. Það er ekkert óeðlilegt að framhaldsskólakennarar séu óöruggir um stöðu sína þegar nýr kjarasamningur felur í sér endurskilgreiningu á vinnumati kennara. Verkefni næstu mánaða verður að þróa slíkt mat og framhaldsskólakennarar fá að taka afstöðu til þess sérstaklega þegar það hefur verið mótað og liggur fyrir, í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Framhaldsskólakennarar geta ekki staðið í vegi fyrir framgangi landslaga. Það er einfaldlega staðreynd að lög um framhaldsskóla voru sett á Alþingi árið 2008 og munu taka gildi á næsta ári. Verkefni samningafólks okkar í þessari lotu var m.a. að aðlaga kjarasamning okkar að þeim lögum.Spennandi tækifæri Það tókst og teljum við niðurstöðuna góða, menn hafa nefnt tímamótasamning, ekki síst vegna þeirra leiðréttinga sem hann felur í sér á launum kennara. Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara er spennandi tækifæri inn í framtíðina. Þar hafa engin réttindi verið „seld“ og hann mun ekki fela í sér aukið vinnuálag fyrir hærri laun. Í samningnum er verið að færa laun framhaldsskólakennara til betra horfs og talsverðar leiðréttingar felast í þeim samningi nái hann fram að ganga út samningstímabilið.Dregur úr launabili Ég hvet alla framhaldsskólakennara til að mæta á kynningarfundi um samninginn. Í dag (9. apríl) er fundur í Flensborg kl. 16.30 og á morgun í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Fjölbrautaskólanum á Akranesi á sama tíma. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt í dag verður fundurinn sendur út með fjarfundarbúnaði. Þar munum við fara yfir innihald samningsins og svara spurningum. Það er ástæða til þess að óska okkur öllum til hamingju með nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara. Góð niðurstaða samninga hlýtur að fela í sér sátt beggja aðila. Um slíkt er að ræða í þessu tilfelli og það er gott. Það besta við nýjan kjarasamning er að hann felur í sér talsverðar launaleiðréttingar á kjörum kennara og dregur úr launabili okkar og viðmiðunarstétta. Það er það sem að var stefnt.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun