"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2014 18:29 Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira