Pólitískur ómöguleiki? Guðmundur Andri Hjálmarsson skrifar 25. febrúar 2014 12:52 Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Ómöguleiki er ómögulegur. Það sem er ómögulegt getur aldrei verið. Til að mynda getur setning sem er ómögulega sönn aldrei verið sönn. Sama hvernig við vindum og snúum raunveruleikanum getur slík setning einfaldlega aldrei orðið sönn. Með öðrum en náskyldum orðum, slík setning er nauðsynlega ósönn. Þrátt fyrir að slíkar setningar séu ekki á hverju strái í daglegu máli eru þær samt sem áður til í bókstaflega óendanlegu magni. Tiltölulega óumdeilt dæmi um ómögulega sanna setningu er til að mynda „eitthvað er bæði mögulegt og ómögulegt“, þar sem nauðsynlega ekkert getur bæði haft og ekki haft, samstundis og í sama skilningi og svo framvegis, sama eiginleikann. Þar sem slíkt er einmitt ómögulegt er umrædd setning sömuleiðis ómögulega sönn, nauðsynlega ósönn. Iðulega er gerður greinarmunur á eðli ómöguleika eftir því hvaðan hann sprettur. Til dæmis er talað um rökfræðilegan ómöguleika, merkingafræðilegan ómöguleika, frumspekilegan ómöguleika, stærðfræðilegan ómöguleika, eðlisfræðilegan ómöguleika, líffræðilegan ómöguleika og sálfræðilegan ómöguleika. Þrátt fyrir að augljós dæmi séu til um allar þessar ólíku tegundir ómöguleika eru skilin stundum á milli óljós og ónákvæm. Sem dæmi má nefna setninguna að ofan: Þrátt fyrir að hún sé bersýnilega ómögulega sönn, þá er það ekki með öllu ljóst af hverju sá ómöguleiki sprettur. Ef heimurinn er einfaldlega þannig úr garði gerður að enginn hlutur getur haft og ekki haft sama eiginleikann, þá er ómöguleikinn frumspekilegur. Ef aftur á móti, hugsun okkar leyfir okkur ekki að gera ráð fyrir því að hlutur geti haft og ekki haft sama eiginleikann, alls óháð sigurverki heimsins, þá er ómöguleikinn rökfræðilegur (þrátt fyrir að rökfræðin sé röng sé hún ekki í samræmi við heiminn, en það er allt önnur saga). En hvað er þá pólitískur ómöguleiki? Pólitískur ómöguleiki er ómöguleiki sem er slíkur í krafti einhverra pólitískra fyrirbæra. Er slíkur ómöguleiki yfirleitt til? Hugsanlegt dæmi um pólitískan ómöguleika er að frumvarp yrði að lögum án samþykkis forseta (eða handhafa forsetavalds). Sé þetta dæmi nánar yfirvegað er samt sem áður ekki alveg skýrt að um pólitískan ómöguleika ræði: Ómöguleikinn er aðeins afstæður við núverandi stjórnarskrá, væri stjórnarskráin önnur, sem er hvorki óhugsandi né ómögulegt, þá gæti frumvarp vel orðið að lögum án samþykkis forseta. Já, hvað er þá eiginlega dæmi um pólitískan ómöguleika? Nýleg tilgáta er sú að öll vinna að einhverju gegn eigin skoðunum sé dæmi um pólitískan ómöguleika. Þetta dæmi verður að teljast enn vafasamara, þar sem stjórnmálamenn verða oft og iðulega í nafni málamiðlana eða pólitískra hrossakaupa að vinna gegn sínum eigin skoðunum. Einhverjum stjórnmálamönnum kann auðvitað vel að finnast slíkt ómögulegt en þeim skjátlast, því þannig er pólitíski leikurinn einfaldlega gerður. Nýlega lýsti til að mynda íslenskur þingflokksformaður því yfir að hún væri tilbúinn að greiða atkvæði gegn skoðunum sínum vegna þess að hún væri hluti af sínum flokk. Engin ómöguleiki þar. Nærtæk eru dæmi þar sem nær allir þingmenn heilu flokkanna á þingi greiða atkvæði gegn skoðunum sínum, allt í nafni einhvers konar samstarfs. Engin ómöguleiki þar heldur. En ef til vill átti tilgátusmiðurinn við eitthvað allt annað, kannski að öll vinna gegn hans eigin skoðunum sé alveg kolómöguleg og fyrir neðan hans virðingu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun