Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2014 13:15 Sveinn Þorgeirsson, sem er á láni hjá Fram frá Haukum, tekur fast á Sigurbergi Sveinssyni. Vísir/Vilhelm Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu. Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu.
Olís-deild karla Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira