Audi söluhæst lúxusbílaframleiðendanna Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 14:30 Audi A3. Það sem af er liðið ári hefur Audi selt fleiri bíla en BMW, en það hefur ekki áður gerst að Audi selji fleiri bíla en BMW yfir heilt ár. Afar litlu munar á þýsku framleiðendunum. Audi seldi fyrstu tvo mánuðina 242.300 bíla en BMW aðeins 383 bílum færra. Því munar nánast engu á þeim, en Mercedes Benz á talsvert í land að ná hinum tveimur, en Benz hélt þessum titli allt til ársins 2005 er BMW fór framúr og hefur haldið honum síðan. Þessi staða nú þarf ekki endilega að endast út árið, en það er þó einörð stefna Audi að verða stærri framleiðandi en BMW, eitthvað sem þeir hjá Audi hafa ekki verið feimnir að láta uppi síðustu misserin. Þeir eru greinilega á réttri leið hvort sem það gerist í ár eða seinna. Audi kynnir 17 endurhannaða eða nýja bíla á árinu og ætti það að geta hjálpað Audi að ná titlinum af BMW í ár. Söluaukningin á árinu er 9,3% hjá Audi, 8,9% hjá BMW en heil 17% hjá Benz, svo slagurinn gæti orðið enn harðari í ár. Audi ætlar að selja yfir 500.000 bíla í Kína og opnar nýtt söluútibú í hverri viku þarlendis. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent
Það sem af er liðið ári hefur Audi selt fleiri bíla en BMW, en það hefur ekki áður gerst að Audi selji fleiri bíla en BMW yfir heilt ár. Afar litlu munar á þýsku framleiðendunum. Audi seldi fyrstu tvo mánuðina 242.300 bíla en BMW aðeins 383 bílum færra. Því munar nánast engu á þeim, en Mercedes Benz á talsvert í land að ná hinum tveimur, en Benz hélt þessum titli allt til ársins 2005 er BMW fór framúr og hefur haldið honum síðan. Þessi staða nú þarf ekki endilega að endast út árið, en það er þó einörð stefna Audi að verða stærri framleiðandi en BMW, eitthvað sem þeir hjá Audi hafa ekki verið feimnir að láta uppi síðustu misserin. Þeir eru greinilega á réttri leið hvort sem það gerist í ár eða seinna. Audi kynnir 17 endurhannaða eða nýja bíla á árinu og ætti það að geta hjálpað Audi að ná titlinum af BMW í ár. Söluaukningin á árinu er 9,3% hjá Audi, 8,9% hjá BMW en heil 17% hjá Benz, svo slagurinn gæti orðið enn harðari í ár. Audi ætlar að selja yfir 500.000 bíla í Kína og opnar nýtt söluútibú í hverri viku þarlendis.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent