InukDesign á HönnunarMars Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. mars 2014 10:13 Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com. HönnunarMars Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Ég fékk óvænt boð frá Hönnunarmiðstöð Íslands um að taka þátt í HönnunarMars. Ég hafði komið til Íslands nokkrum sinnum og féll strax fyrir landinu, fólkinu og sérstaklega íslenskri hönnun. Ég held að íslenskir og grænlenskir hönnuðir eigi það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna og langa vetur. Mér líður eins og heima hjá mér hérna,“ segir LissStender, grænlenskur hönnuður, sem sýnir í Epal í Hörpu á HönnunarMars. LissStender hannar undir merkinu InukDesign en hún hefur starfað við grafíska hönnun á Grænlandi í yfir tuttugu og sex ár, meðal annars hjá KNR-sjónvarpsstöðinni og AG-dagblaði. Fyrir þremur árum færði hún sig yfir í vöruhönnun og er eini starfandi vöruhönnuðurinn á Grænlandi. Hönnun Liss hefur sterka skírskotun í grænlenska þjóðararfinn. „Ég fór að teikna myndir af krökkunum mínum þegar þeir fluttu til Danmerkur í nám og ég saknaði þeirra mikið. Ég fékk innblástur frá fígúrum sem höggnar voru út úr rekavið á Norðaustur-Grænlandi, fyrir meira en þúsund árum. Þessar fígúrur eru gegnumgangandi í minni hönnun,“ segir Liss. Henni er þó mikið í mun að sýna Grænland í nýju ljósi. „Ég held að það sé mikilvægt að festast ekki í fortíðarþrá heldur segja og sýna söguna á nýjan hátt. Við megum vera stolt af því hvaðan við komum en á sama tíma verðum við að þora að takast á við áskoranir og gera nýja hluti, eins og að hanna, og sýna umheiminum að Grænland er ekki bara fiskur og feldir. Ég hlakka til að sýna gestum HönnunarMars Grænland á minn hátt.“ Nánar má forvitnast um hönnun LissStender á www.inukdesign.com.
HönnunarMars Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira