Stangveiðin hófst í gær Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2014 09:02 Nuno með fyrsta fiskinn úr Varmá í sumar Mynd: www.svfr.is Stangveiðitímabilið hófst í gær í nokkrum vötnum og ám á landinu en eins og búist var við var heldur rólegt með einhverjum undantekningum þó. Fjölmenni er venjulega við Vífilstaðavatn og þannig var það í gær. Aflabrögðin voru heldur rýr en við vitum þó af ungum veiðimenni með eina bleikju og annar veiðimaður sem var við norðurbakkann sem fékk þrjár. Í Varmá var nokkuð líf á helstu stöðum en þar kom 5 punda bleikja fyrst á land ásamt nokkrum birtingum. Tungulækur gaf 91 sjóbirting samkvæmt Vötn og Veiði sem er feiknagott, eins komu 13 á land í Tungufljóti. Fyrir norðan er fátt að frétta enda ís á svo til öllum vötnum og ám sem opnuðu fyrir veiði í gær, það er helst að fá fréttir úr Litluá í Keldum en ekki náðist í veiðimenn sem voru þar við opnun. það er vonandi ávísun á að veiðin sé góð. Stangveiði Mest lesið Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði
Stangveiðitímabilið hófst í gær í nokkrum vötnum og ám á landinu en eins og búist var við var heldur rólegt með einhverjum undantekningum þó. Fjölmenni er venjulega við Vífilstaðavatn og þannig var það í gær. Aflabrögðin voru heldur rýr en við vitum þó af ungum veiðimenni með eina bleikju og annar veiðimaður sem var við norðurbakkann sem fékk þrjár. Í Varmá var nokkuð líf á helstu stöðum en þar kom 5 punda bleikja fyrst á land ásamt nokkrum birtingum. Tungulækur gaf 91 sjóbirting samkvæmt Vötn og Veiði sem er feiknagott, eins komu 13 á land í Tungufljóti. Fyrir norðan er fátt að frétta enda ís á svo til öllum vötnum og ám sem opnuðu fyrir veiði í gær, það er helst að fá fréttir úr Litluá í Keldum en ekki náðist í veiðimenn sem voru þar við opnun. það er vonandi ávísun á að veiðin sé góð.
Stangveiði Mest lesið Skortur á leiðsögumönnum við laxveiðiárnar Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Snurða á söluþráðinn í Grímsnesinu Veiði Flottir urriðar að veiðast í Kleifarvatni Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði