8,9% aukning bílasölu í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 16:12 Sala bíla er á hægri uppleið. Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Sala á nýjum bílum frá 1. til 31. mars jókst um 8,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 537 samanborið við 493 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 44 bíla. Samtals hafa verið skráðir 1.574 fólksbílar þar sem af er árinu og er það 18,1% aukning frá fyrra ári. Þar af hafa verið nýskráðir 438 bílaleigubílar. Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja. Eftirspurn eftir nýjum bílum er í hægum en jákvæðum bata og ekki vanþörf á þar sem bílafloti landsmanna orðinn einn sá elsti í Evrópu. "Ef fram fer sem horfir munum við ná að yngja bílaflotann eitthvað á þessu ári með minna mengandi og öruggari bílum öllu til hagsbóta", segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent