Elliðavatn opnar á fimmtudag Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2014 11:24 Mynd: Aðalbjörn Sigurðsson Veiði hefst í Elliðavatni á fimmtudaginn og það má eins og venjulega reikna með fjölmenni við vatnið á fyrsta veiðideginum. Aðstæður líta mjög vel út hvað veður varðar en það er spáð sólskini á morgun og hinn sem á eftir að valda því að vatnið hitnar aðeins. Það eru einmitt bestu skilyrðin fyrir klak á púpu. Á fimmtudaginn er síðan spáð skýjuðu veðri og 3-5 metrum á sekúndu sem er afbragðs veður til að veiða á flugu. Það smá þess vegna reikna með að það verði mikið líf í vatninu og veiðin samkvæmt því góð. Urriðinn í Elliðavatni er oft mjög tökuglaður og fyrir þá veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu skref við vatnið á fimmtudaginn má benda á að nota litlar straumflugur og svartar púpur í stærðum #14-#16. Þegar líður á sumarið veiðist líka vel á þurrflugu. hvað varðar val á veiðistað fyrsta daginn er vinsælt að vera við Elliðavatnsbæinn en eins má benda á að veiða Heiðmerkurmegin en t.d. við Þingnes er oft mikið af urriða fyrst á tímabilinu. Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði
Veiði hefst í Elliðavatni á fimmtudaginn og það má eins og venjulega reikna með fjölmenni við vatnið á fyrsta veiðideginum. Aðstæður líta mjög vel út hvað veður varðar en það er spáð sólskini á morgun og hinn sem á eftir að valda því að vatnið hitnar aðeins. Það eru einmitt bestu skilyrðin fyrir klak á púpu. Á fimmtudaginn er síðan spáð skýjuðu veðri og 3-5 metrum á sekúndu sem er afbragðs veður til að veiða á flugu. Það smá þess vegna reikna með að það verði mikið líf í vatninu og veiðin samkvæmt því góð. Urriðinn í Elliðavatni er oft mjög tökuglaður og fyrir þá veiðimenn sem eru að taka sín fyrstu skref við vatnið á fimmtudaginn má benda á að nota litlar straumflugur og svartar púpur í stærðum #14-#16. Þegar líður á sumarið veiðist líka vel á þurrflugu. hvað varðar val á veiðistað fyrsta daginn er vinsælt að vera við Elliðavatnsbæinn en eins má benda á að veiða Heiðmerkurmegin en t.d. við Þingnes er oft mikið af urriða fyrst á tímabilinu.
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði