Toyota USA frá Kaliforníu til Texas Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 00:01 Höfuðstöðvar Toyota í Kaliforníu. Toyota hefur tekið ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum frá Kaliforníu til Plano í Texas. Höfuðstöðvar Toyota í Bandaríkjunum hafa verið í 57 ár í Kaliforníu. Toyota er ekki fyrsti japanski bílaframleiðandinn til að flytja höfuðstöðvar sínar þar frá Kaliforníu, en Nissan gerði það einmitt fyrir 8 árum. Einnig hefur Honda flutt hluta af starfsemi sinni frá Kaliforníu til Ohio. Þá flutti Ford árið 2001 frá Kaliforníu þá deild sína er hafði með Volvo, Jaguar, Land Rover og Aston Martin merkin að gera er þau voru í eigu Ford. Því má segja að mikill flótti bílafyrirtækja hafi verið frá Kaliforníu á undanförnum árum. Skondið er að ryfja það upp að þegar Nissan fór með höfuðstöðvar síanr frá Kaliforníu fyrir átta árum létu Toyota-menn hafa eftir sér að það myndu þeir aldrei gera. Ekki fór það þó þannig.Flótti frá Kaliforníu Það er orðið mjög dýrt að reka fyrirtæki í Kaliforníu og einnig er mjög dýrt fyrir starfsfólk að lifa þar. Er Kalifornía nú, ásamt New York og New Jersey, eitt þriggja svæða Bandaríkjanna sem dýrust eru þegar kemur að kostnaði við að reka heimili. Er sá kostnaður 39% hærri en á nýja staðnum í Plano. Þá eru fyrirtækjaskattar háir í Kaliforníu og á það vafalaust stóran þátt í ákvörðun Toyota. Einn þáttur enn spilar vafalaust inní ákvörðun Toyota, en Plano í Texas er einn öruggasti staður í Bandaríkjunum þegar kemur að glæpum og talinn einn besti staður þarlendis varðandi lífsgæði almennt. Með þessari ákvörðun er víst að margir starfsmenn Toyota þurfa að flytjast búferlum, en þó er talið víst að Toyota muni nota þetta tækifæri til að stokka aðeins upp hjá sér í starfsmannamálum. Eftir þeim er haft að breyting verði á markaðsmálum þess sem sumir af núverandi starfsmönnum þess séu ekki endilega heppilegir til að leiða. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent
Toyota hefur tekið ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum frá Kaliforníu til Plano í Texas. Höfuðstöðvar Toyota í Bandaríkjunum hafa verið í 57 ár í Kaliforníu. Toyota er ekki fyrsti japanski bílaframleiðandinn til að flytja höfuðstöðvar sínar þar frá Kaliforníu, en Nissan gerði það einmitt fyrir 8 árum. Einnig hefur Honda flutt hluta af starfsemi sinni frá Kaliforníu til Ohio. Þá flutti Ford árið 2001 frá Kaliforníu þá deild sína er hafði með Volvo, Jaguar, Land Rover og Aston Martin merkin að gera er þau voru í eigu Ford. Því má segja að mikill flótti bílafyrirtækja hafi verið frá Kaliforníu á undanförnum árum. Skondið er að ryfja það upp að þegar Nissan fór með höfuðstöðvar síanr frá Kaliforníu fyrir átta árum létu Toyota-menn hafa eftir sér að það myndu þeir aldrei gera. Ekki fór það þó þannig.Flótti frá Kaliforníu Það er orðið mjög dýrt að reka fyrirtæki í Kaliforníu og einnig er mjög dýrt fyrir starfsfólk að lifa þar. Er Kalifornía nú, ásamt New York og New Jersey, eitt þriggja svæða Bandaríkjanna sem dýrust eru þegar kemur að kostnaði við að reka heimili. Er sá kostnaður 39% hærri en á nýja staðnum í Plano. Þá eru fyrirtækjaskattar háir í Kaliforníu og á það vafalaust stóran þátt í ákvörðun Toyota. Einn þáttur enn spilar vafalaust inní ákvörðun Toyota, en Plano í Texas er einn öruggasti staður í Bandaríkjunum þegar kemur að glæpum og talinn einn besti staður þarlendis varðandi lífsgæði almennt. Með þessari ákvörðun er víst að margir starfsmenn Toyota þurfa að flytjast búferlum, en þó er talið víst að Toyota muni nota þetta tækifæri til að stokka aðeins upp hjá sér í starfsmannamálum. Eftir þeim er haft að breyting verði á markaðsmálum þess sem sumir af núverandi starfsmönnum þess séu ekki endilega heppilegir til að leiða.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent