Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. október 2025 06:00 Seljavallalaug er líklega meðal þekktari lauga landsins. Vísir/Friðrik Þór Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. „Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“ Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
„Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“
Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45
Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26
Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50