Hestasportin áfram á Stöð 2 Sport í sumar 2. maí 2014 10:30 Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri 365 miðla og Hjörtur Bergstað formaður Fáks gengu frá samkomulagi um samstarf á sjónvarpsútsendingum frá hestasportviðburðum í Víðidal. Stöð 2 Sport hefur frá áramótum boðið upp á vikulega hestasportþætti og beinar útsendingar frá hestaíþróttamótum. Meistaradeildin í hestaíþróttum var í beinni útsendingu, sýndir voru þættir frá KS deildinni auk þess sem töluverð dagskrárgerð hefur verið í boði tengd hestum og hestaíþróttum. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og áhugafólk um hestaíþróttir hefur verið ánægt með að geta fylgst með sportinu í sjónvarpinu heima í stofu. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík og 365 miðlar hafa nú gert með sér samkomulag um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá hestaíþróttamótum sem eiga sér stað á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Fyrsta beina útsendingin verður strax í næstu viku frá Reykjavíkurmóti Fáks sem hefst miðvikudaginn 7. maí og lýkur sunnudaginn 11.maí. Reykjavíkurmótið er fjömennasta hestaíþróttamót landsins þar sem um 500 keppendur eru skráðir til leiks í barna- og fullorðinshópum. Stöð 2 Sport mun sýna í beinni útsendingu daglega frá keppni í Meistaraflokki á Reykjavíkurmótinu. Stöð 2 Sport mun auk þess vera með beinar útsendingar í sumar frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Víðidal í Reykjavík 23. júlí – 27. júlí. Íslandsmótið nú verður óvenjulegt að því leiti að í stað þess að vera tvö mót eins og síðustu áratugi verður Íslandsmótið nú eitt stórt og veglegt mót. Búast má við miklum fjölda keppanda í ár enda Íslandsmótið einn af hápunktum ársins í hestaíþróttum. Auk þess hafa Fákur og 365 miðlar ákveðið að hefja samstarf um kappreiðar sem sýndar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áætlað er að skipuleggja tvö kappreiðamót í sumar þar sem bæði verður keppt í stökki og skeiði. Fyrsta mótið fer fram í Víðidal í júlí og síðara mótið í ágúst. Nákvæmar dagsetningar og fyrirkomulag verður tilkynnt síðar. Stöð 2 Sport mun áfram verða með reglulega þætti um hestaíþróttir sem Telma Tómasson hefur umsjón með auk útsendinga frá hestaíþróttamótum. Hestar Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur frá áramótum boðið upp á vikulega hestasportþætti og beinar útsendingar frá hestaíþróttamótum. Meistaradeildin í hestaíþróttum var í beinni útsendingu, sýndir voru þættir frá KS deildinni auk þess sem töluverð dagskrárgerð hefur verið í boði tengd hestum og hestaíþróttum. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og áhugafólk um hestaíþróttir hefur verið ánægt með að geta fylgst með sportinu í sjónvarpinu heima í stofu. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík og 365 miðlar hafa nú gert með sér samkomulag um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá hestaíþróttamótum sem eiga sér stað á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Fyrsta beina útsendingin verður strax í næstu viku frá Reykjavíkurmóti Fáks sem hefst miðvikudaginn 7. maí og lýkur sunnudaginn 11.maí. Reykjavíkurmótið er fjömennasta hestaíþróttamót landsins þar sem um 500 keppendur eru skráðir til leiks í barna- og fullorðinshópum. Stöð 2 Sport mun sýna í beinni útsendingu daglega frá keppni í Meistaraflokki á Reykjavíkurmótinu. Stöð 2 Sport mun auk þess vera með beinar útsendingar í sumar frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Víðidal í Reykjavík 23. júlí – 27. júlí. Íslandsmótið nú verður óvenjulegt að því leiti að í stað þess að vera tvö mót eins og síðustu áratugi verður Íslandsmótið nú eitt stórt og veglegt mót. Búast má við miklum fjölda keppanda í ár enda Íslandsmótið einn af hápunktum ársins í hestaíþróttum. Auk þess hafa Fákur og 365 miðlar ákveðið að hefja samstarf um kappreiðar sem sýndar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áætlað er að skipuleggja tvö kappreiðamót í sumar þar sem bæði verður keppt í stökki og skeiði. Fyrsta mótið fer fram í Víðidal í júlí og síðara mótið í ágúst. Nákvæmar dagsetningar og fyrirkomulag verður tilkynnt síðar. Stöð 2 Sport mun áfram verða með reglulega þætti um hestaíþróttir sem Telma Tómasson hefur umsjón með auk útsendinga frá hestaíþróttamótum.
Hestar Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira