Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2014 15:59 Benedikt og Gunnar náðu þessum úr Elliðavatni í gærkvöldi Það er alltaf nokkur straumur af veiðimönnum við Elliðavatn og veiðin frá því að vatnið opnaði hefur verið nokkuð góð. Það sem vekur aftur á móti sérstaka eftirtekt er að fiskurinn, jafnt urriðinn sem bleikjan, er sérstaklega vænn og vel haldinn. Í fyrra veiddist mun meira af urriða og svo virðist einnig vera í ár en þær bleikjur sem hafa veiðst hingað til eru allar í vænni kantinum, í það minnsta þær sem við höfum fregnir af. Veiðimaður sem var við vatnið fyrir fáum dögum náði sex urriðum á land úr Helluvatni og voru þeir frá þremur upp í fimm pund sem þykir flott meðalþyngd úr vatninu. Allir tóku þeir litla svarta streamera sem voru dregnir inn á sökkenda. Benedikt Þorgeirsson hefur einnig gert það gott í vatninu en hann var þar í gærkvöldi ásamst Gunnari Arnari Gunnarssyni og tóku þeir sitt hvorn fiskinn, báða mjög væna eins og sést á myndinni. Menn virðast setja í fisk víða í vatninu og það virðist engin staður heitari en annar ennþá en það breytist þegar vatnið hlýnar og fiskurinn leitar í kaldara vatn þá fer hann gjarnan Heiðmerkurmeginn við vatnið þar sem uppsprettur og ár renna í vatnið. Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði
Það er alltaf nokkur straumur af veiðimönnum við Elliðavatn og veiðin frá því að vatnið opnaði hefur verið nokkuð góð. Það sem vekur aftur á móti sérstaka eftirtekt er að fiskurinn, jafnt urriðinn sem bleikjan, er sérstaklega vænn og vel haldinn. Í fyrra veiddist mun meira af urriða og svo virðist einnig vera í ár en þær bleikjur sem hafa veiðst hingað til eru allar í vænni kantinum, í það minnsta þær sem við höfum fregnir af. Veiðimaður sem var við vatnið fyrir fáum dögum náði sex urriðum á land úr Helluvatni og voru þeir frá þremur upp í fimm pund sem þykir flott meðalþyngd úr vatninu. Allir tóku þeir litla svarta streamera sem voru dregnir inn á sökkenda. Benedikt Þorgeirsson hefur einnig gert það gott í vatninu en hann var þar í gærkvöldi ásamst Gunnari Arnari Gunnarssyni og tóku þeir sitt hvorn fiskinn, báða mjög væna eins og sést á myndinni. Menn virðast setja í fisk víða í vatninu og það virðist engin staður heitari en annar ennþá en það breytist þegar vatnið hlýnar og fiskurinn leitar í kaldara vatn þá fer hann gjarnan Heiðmerkurmeginn við vatnið þar sem uppsprettur og ár renna í vatnið.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði