Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2014 19:36 Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum. Aurum Holding málið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum.
Aurum Holding málið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira