Handboltahetjan hlaut ekki brautargengi í Ísland Got Talent Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 16:58 „Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 Ísland Got Talent Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
„Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014
Ísland Got Talent Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira