Flestar bleikjurnar í Varmá mjög vænar Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2014 16:52 Nuno með fyrstu bleikjuna úr Varmá í sumar og það eru fleiri svona í ánni samkvæmt fréttum veiðimanna Mynd: www.svfr.is Varmá er yfirleitt talin til skemmtilegra vorveiðiáa og það er synd hvað fáir veiðimenn fara í hana þegar dag tekur að lengja og sumarhlýindin leggjast yfir suðurlandið. Það er einmitt tíminn sem getur verið bestur í bleikjuna sem lifir í læknum. Sjóbirtingurinn er að mestu eða öllu leiti farinn úr miðjum maí nema litlir geldfiskar en þess í stað er vert að reyna við stóru bleikjurnar. Fyrir fáum dögum var mikið af bleikju í Stöðvarhylnum og mest af henni rígvæn. Þeir veiðimenn sem þá stóðu vaktina fengu fjórar bleikjur en misstu fleiri og þær sem náðust á land voru flestar 4 pund slétt en þó var ein sem náði líklega 6 pundum. Allar tóku þær litlar púpur andstreymis með töku vara og voru tökurnar frekar grannar. Bleikjunum var öllum sleppt aftur nema einni. Vatnaveiðin er í góðum gangi núna og fínar fréttir að berast frá Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni, Úlfljótsvatni, Selvallavatni og víðar. Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði
Varmá er yfirleitt talin til skemmtilegra vorveiðiáa og það er synd hvað fáir veiðimenn fara í hana þegar dag tekur að lengja og sumarhlýindin leggjast yfir suðurlandið. Það er einmitt tíminn sem getur verið bestur í bleikjuna sem lifir í læknum. Sjóbirtingurinn er að mestu eða öllu leiti farinn úr miðjum maí nema litlir geldfiskar en þess í stað er vert að reyna við stóru bleikjurnar. Fyrir fáum dögum var mikið af bleikju í Stöðvarhylnum og mest af henni rígvæn. Þeir veiðimenn sem þá stóðu vaktina fengu fjórar bleikjur en misstu fleiri og þær sem náðust á land voru flestar 4 pund slétt en þó var ein sem náði líklega 6 pundum. Allar tóku þær litlar púpur andstreymis með töku vara og voru tökurnar frekar grannar. Bleikjunum var öllum sleppt aftur nema einni. Vatnaveiðin er í góðum gangi núna og fínar fréttir að berast frá Þingvallavatni, Elliðavatni, Vífilsstaðavatni, Úlfljótsvatni, Selvallavatni og víðar.
Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði Aðeins 11 dagar í fyrsta veiðidaginn Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði