Titrari sem læknismeðferð? Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 1. júní 2014 10:00 Fyrstu titrararnir voru töluvert fyrirferðameiri en nútímatitrarar Mynd/Getty Stundum er skrifað um kynlíf líkt og það sé uppfinning tuttugustu aldarinnar. Þetta á sérstaklega við unað kvenna í kynlífi og kynlífstækjamarkaðinn, en þetta tvennt er náskylt. Þegar rýnt er í sögubækurnar þá greina þær frá ögn óhefðbundinni læknismeðferð við kvenlæga sjúkdómnum „móðursýki“ (e.hysteria) sem herjaði reglulega á konur um víða veröld. Einkenni eru ótrúleg upptalning af allskonar „kvillum“ eins og pirringur, þyngsl í neðri kvið, rök píka og erótískar fantasíur (á íslensku kallast það bara að vera gröð). Eina leiðin til að létta á þessu ástandi var að fara til læknis sem fróaði þér þangað til þú fékkst fullnægingu. Fyrir þetta þáði læknirinn greiðslu og bannaði þér að reyna þetta sjálf heima hjá þér. Og fyrir þetta borguðum við! Læknum þótti þetta samt hálf leiðinlegt og samfara iðnbyltingunni þá fóru þeir að þróa græjur sem gátu flýtt fyrir þessari tímafreku fullnægingu og viti menn, titrarinn varð til. Þeir reyndu allskonar útgáfur af honum og eru sumar hverjar ansi skrautlegar, eins og þegar hann var aukahlutur á ryksuguna. Þó nokkur vöruþróun hefur átt sér stað á undanförnum árum og er meira að segja hægt að fá einn sem talar. Það er búið að gera bíómynd, heimildamynd og doktorsritgerð um sögu titrarans og ég held reglulega fyrirlestra um þetta með myndum af þessum gömlu gersemum. Ef þú ert svo á faraldsfæti þá er til safn í San Franscisco sem hefur gamla titrara til sýnis. Eða þú bara verslar þér nokkra á Ebay. Heilsa Lífið Tengdar fréttir Kynfærakrullur Háreyðing líkamshára er umdeilt mál. 2. júní 2014 09:00 Ólík kynlöngun Mörg pör glíma við ólíka kynlöngun en eins og með allt þá er til lausn. 22. maí 2014 09:00 Snípurinn Allt sem þú vilt og þarft að vita um snípinn. 19. maí 2014 11:00 Sexsomnia Heimildamynd um kynferðislega svefnröskun sem kallast sexsomnia. 16. maí 2014 11:00 Sexí smáskilaboð Kynferðisleg smáskilaboð, jákvæð eða neikvæð? 30. maí 2014 11:00 Ótakmarkað af fullnægingum Er meira alltaf betra þegar kemur að fullnægingum? 20. maí 2014 10:00 Píkan Allt sem þú þarft að vita um píkuna. 23. maí 2014 09:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Stundum er skrifað um kynlíf líkt og það sé uppfinning tuttugustu aldarinnar. Þetta á sérstaklega við unað kvenna í kynlífi og kynlífstækjamarkaðinn, en þetta tvennt er náskylt. Þegar rýnt er í sögubækurnar þá greina þær frá ögn óhefðbundinni læknismeðferð við kvenlæga sjúkdómnum „móðursýki“ (e.hysteria) sem herjaði reglulega á konur um víða veröld. Einkenni eru ótrúleg upptalning af allskonar „kvillum“ eins og pirringur, þyngsl í neðri kvið, rök píka og erótískar fantasíur (á íslensku kallast það bara að vera gröð). Eina leiðin til að létta á þessu ástandi var að fara til læknis sem fróaði þér þangað til þú fékkst fullnægingu. Fyrir þetta þáði læknirinn greiðslu og bannaði þér að reyna þetta sjálf heima hjá þér. Og fyrir þetta borguðum við! Læknum þótti þetta samt hálf leiðinlegt og samfara iðnbyltingunni þá fóru þeir að þróa græjur sem gátu flýtt fyrir þessari tímafreku fullnægingu og viti menn, titrarinn varð til. Þeir reyndu allskonar útgáfur af honum og eru sumar hverjar ansi skrautlegar, eins og þegar hann var aukahlutur á ryksuguna. Þó nokkur vöruþróun hefur átt sér stað á undanförnum árum og er meira að segja hægt að fá einn sem talar. Það er búið að gera bíómynd, heimildamynd og doktorsritgerð um sögu titrarans og ég held reglulega fyrirlestra um þetta með myndum af þessum gömlu gersemum. Ef þú ert svo á faraldsfæti þá er til safn í San Franscisco sem hefur gamla titrara til sýnis. Eða þú bara verslar þér nokkra á Ebay.
Heilsa Lífið Tengdar fréttir Kynfærakrullur Háreyðing líkamshára er umdeilt mál. 2. júní 2014 09:00 Ólík kynlöngun Mörg pör glíma við ólíka kynlöngun en eins og með allt þá er til lausn. 22. maí 2014 09:00 Snípurinn Allt sem þú vilt og þarft að vita um snípinn. 19. maí 2014 11:00 Sexsomnia Heimildamynd um kynferðislega svefnröskun sem kallast sexsomnia. 16. maí 2014 11:00 Sexí smáskilaboð Kynferðisleg smáskilaboð, jákvæð eða neikvæð? 30. maí 2014 11:00 Ótakmarkað af fullnægingum Er meira alltaf betra þegar kemur að fullnægingum? 20. maí 2014 10:00 Píkan Allt sem þú þarft að vita um píkuna. 23. maí 2014 09:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Ólík kynlöngun Mörg pör glíma við ólíka kynlöngun en eins og með allt þá er til lausn. 22. maí 2014 09:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning