Vífilstaðavatn mun betra en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2014 18:42 Fín veiði hefur verið í Vífilstaðavatni síðustu daga Mynd: Veiðikortið Þeir veiðimenn sem hafa lagt leið sína í Vífilstaðavatn síðustu daga segja að veiðin í vatninu sé mun betri en í fyrra. Það er ekki óalgengt að heyra af mönnum sem eru að fá 6-8 fiska eftir stutt stopp en besta veiðin virðist vera seint á kvöldin en þá virðist vera nokkur hreyfing á fiskinum. Besta vindáttin er þegar vindur stendur frá suðurbrekkunni, ýmist smá í austur eða smá í vestur en það virðist ekki breyta miklu hvaðan blæs svo lengi sem hann er sunnanverður. Það er óþarfi að vaða mikið út í því fiskurinn tekur oft mjög nálægt landi og það eina sem hefst upp úr því að vaða út er að þú ýtir fiskinum á undan þér lengra út í vatnið. Það sem helst hefur verið að gefa er fluga og þá litlar svartar púpur eins og Svartur Taylor, Toppflugan og Mobuto. Þeir sem veiða mest tala allir um að nota sömu tæknina, þ.e.a.s. að nota langa granna tauma, 4-6 punda er til að mynda alveg feykinóg, og draga lúshægt inn. Ef það er mikil yfirborðstaka þá má draga aðeins hraðar inn. Fiskurinn er í vatninu er kannski ekki stór en algengar stærðir eru 400-800 gr en inn á milli koma þó vænni fiskar. Vatnið er frábært fyrir byrjendur en það þarf eins og oft að gefa því tíma og læra á það til að veiða vel í því en það er sannarlega þess virði að gefa því tímann. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Þeir veiðimenn sem hafa lagt leið sína í Vífilstaðavatn síðustu daga segja að veiðin í vatninu sé mun betri en í fyrra. Það er ekki óalgengt að heyra af mönnum sem eru að fá 6-8 fiska eftir stutt stopp en besta veiðin virðist vera seint á kvöldin en þá virðist vera nokkur hreyfing á fiskinum. Besta vindáttin er þegar vindur stendur frá suðurbrekkunni, ýmist smá í austur eða smá í vestur en það virðist ekki breyta miklu hvaðan blæs svo lengi sem hann er sunnanverður. Það er óþarfi að vaða mikið út í því fiskurinn tekur oft mjög nálægt landi og það eina sem hefst upp úr því að vaða út er að þú ýtir fiskinum á undan þér lengra út í vatnið. Það sem helst hefur verið að gefa er fluga og þá litlar svartar púpur eins og Svartur Taylor, Toppflugan og Mobuto. Þeir sem veiða mest tala allir um að nota sömu tæknina, þ.e.a.s. að nota langa granna tauma, 4-6 punda er til að mynda alveg feykinóg, og draga lúshægt inn. Ef það er mikil yfirborðstaka þá má draga aðeins hraðar inn. Fiskurinn er í vatninu er kannski ekki stór en algengar stærðir eru 400-800 gr en inn á milli koma þó vænni fiskar. Vatnið er frábært fyrir byrjendur en það þarf eins og oft að gefa því tíma og læra á það til að veiða vel í því en það er sannarlega þess virði að gefa því tímann.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Helmingi meiri laxveiði en í fyrra Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði