"Ég nenni ekki að kjósa” Björg Baldursdóttir skrifar 27. maí 2014 15:21 Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar