Volkswagen íhugar fjöldaframleiðslu Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 10:00 Volksdwagen Golf R 400 á bílasýningunni í Peking, þar sem hann var fyrst sýndur. Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent
Eina óleysta vandamál Volkswagen varðandi fjöldaframleiðslu á hinum ofuröfluga 400 hestafla Golf R 400 er að þeir eiga ekki í vopnabúri sínu skiptingu sem getur höndlað allt það afl sem frá öflugri vél bílsins kemur. Þarf þessi skipting að vera með tvöfalda kúplingu. Skiptingin sem er í hinum hefðbundna 300 hestafla Golf R er einmitt með tveimur kúplingum, en hún ræður ekki við allt það tog sem er í 400 hestafla vélinni. Volkswagen er að þróa 10 gíra skiptingu sem þolir 369 pund/fet af togi, en sú skipting er ætluð stærri lúxusbílum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Volkswagen Golf R kostar 34.000 dollara í Bandaríkjunum, eða um 3,8 milljónir króna en Golf R 400 verður talsvert dýrari bíll. Engu að síður telur Volkswagen að hann eigi erindi á markaðinn. Þeir þurfa bara að finna lausn á skiptingunni sem hæfir bílnum. Ef til vill leitar Volkswagen til annarra framleiðenda sem nú þegar búa að skiptingu sem þolir allt aflið.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent