Íslenskur tölvuleikur á Playstation 3 og 4 Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 16:56 Allur leikurinn er handteiknaður. Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar. Leikjavísir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Japanski leikjatölvuframleiðandinn Sony tilkynni nú fyrir helgi að íslenski tölvuleikurinn Aaru's Awakening myndi koma út á Playstation 3 og Playstation 4. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að leikurinn sé svokallaður tvívíður hopp og skopp leikur í anda Super Mario Bros. leikjanna. „Það sem gerir hann öðruvísi eru eiginleikar aðalpersónu leiksins, Aaru - en hann getur fjarflutt sig með því að skjóta sál sinni úr líkama sínum,“ segir þar einnig. Allar myndir í leiknum eru handteiknaðar. Sony tilkynnti einnig að fyrirtækið hyggðist kynna leikinn á einni stærstu sýningu skemmtanabransans, E3, í Los Angeles í vikunni en ríflega 50 þúsund manns mæta á hátíðina á hverju ári. Það er því ljóst að íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Lumenox hefur nú aðgang að stórum viðskiptavinahópi, en þeir voru nýlega samþykktir inn á leikjaveituna Steam en notendur hennar eru um 75 milljón talsins. Lumenox, sem staðsett er í Hafnafirði, er nú að leggja lokahönd á leikinn sem kemur út í sumar en þeir hafa unnið að leiknum síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá stikluna sem Sony gaf út samhliða tilkynningu sinni hér að neðan en hún útskýrir betur hvernig leikurinn virkar.
Leikjavísir Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira