Ford opnar 88 söluumboð í Kína sama daginn Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 09:57 Ford á bílasýningu í Kína. Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent