Er eplaedik allra meina bót? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 9. júlí 2014 09:00 Vísir/Getty Eplaedik er unnið úr eplum sem eru látin gerjast. Þá verður til eplacider sem er svo látinn gerjast aðra umferð og úr verður eplaedik. Eplaedikið heldur í öll næringarefni eplisins og meira til. Við gerjunina eykst magn ensíma og góðra gerla. Eplaedik hefur lengi verið notað við ýmsum heilsufarsvandamálum. Gæðin skipta þó miklu máli og best er að nota lífrænt eplaedik, ósíað og án allra aukaefna. Hér fylgja tíu mismunandi leiðir til þess að nota eplaedik: 1. Notaðu eplaedik í stað balsamik í heimagerða saladdressingu eða til þess að marínera steik áður en hún fer á grillið. 2. Settu eplaedik í morgundjúsinn þinn sem auka orkuskot. 3. Blandaðu tveimur matskeiðum af eplaediki út í volgt vatn og drekktu til þess að róa magann. 4. Taktu skot af eplaediki til að losna við hiksta. 5. Settu hálfa teskeið ofan í vatnsglas og skolaðu munninn í tíu sekúndur til þess að losna við andfýlu og fá hvítari tennur. 6. Berðu á þig eplaedik þegar húðin brennur í sól, það linar sársaukann. 7. Fylltu skál eða vaskinn af vatni og helltu einum bolla af eplaediki yfir og þvoðu ferskt grænmeti og ávexti upp úr því. Eplaedikið hjálpar til við að ná af skordýraeitri og bakteríum. 8. Fjarlægðu vörtur með því að bleyta bómul í eplaediki og hafa á vörtunni yfir nótt. 9. Settu eplaedik í hárið eftir að hafa þvegið það með sjampói til að losna við flösu. 10. Settu eplaedik í fótabaðið þitt til að losna við sveppasýkingar á tám. Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Eplaedik er unnið úr eplum sem eru látin gerjast. Þá verður til eplacider sem er svo látinn gerjast aðra umferð og úr verður eplaedik. Eplaedikið heldur í öll næringarefni eplisins og meira til. Við gerjunina eykst magn ensíma og góðra gerla. Eplaedik hefur lengi verið notað við ýmsum heilsufarsvandamálum. Gæðin skipta þó miklu máli og best er að nota lífrænt eplaedik, ósíað og án allra aukaefna. Hér fylgja tíu mismunandi leiðir til þess að nota eplaedik: 1. Notaðu eplaedik í stað balsamik í heimagerða saladdressingu eða til þess að marínera steik áður en hún fer á grillið. 2. Settu eplaedik í morgundjúsinn þinn sem auka orkuskot. 3. Blandaðu tveimur matskeiðum af eplaediki út í volgt vatn og drekktu til þess að róa magann. 4. Taktu skot af eplaediki til að losna við hiksta. 5. Settu hálfa teskeið ofan í vatnsglas og skolaðu munninn í tíu sekúndur til þess að losna við andfýlu og fá hvítari tennur. 6. Berðu á þig eplaedik þegar húðin brennur í sól, það linar sársaukann. 7. Fylltu skál eða vaskinn af vatni og helltu einum bolla af eplaediki yfir og þvoðu ferskt grænmeti og ávexti upp úr því. Eplaedikið hjálpar til við að ná af skordýraeitri og bakteríum. 8. Fjarlægðu vörtur með því að bleyta bómul í eplaediki og hafa á vörtunni yfir nótt. 9. Settu eplaedik í hárið eftir að hafa þvegið það með sjampói til að losna við flösu. 10. Settu eplaedik í fótabaðið þitt til að losna við sveppasýkingar á tám.
Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning