Byrjaðu daginn rétt! Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 5. júlí 2014 16:10 Ertu morgunhani eða nátthrafn Mynd/Getty Hvort sem að þú ert morgunhani eða nátthrafn er gott að byrja daginn vel. Hér eru nokkur ráð til þess. 1. Fáðu nægan svefn. Svefn er gríðarlega mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn til þessa að vakna úthvíldir á morgnana og hafa næga orku út daginn. Farðu fyrr að sofa og vaknaðu fyrr til þess að geta slakað á í morgunsárið og byrja ekki daginn í streituástandi. 2.Fáðu nægan vökva. Líkaminn missir allt að 1 lítra af vatni á nóttunni og þarf að bæta honum upp vökvatapið til þess að frumur líkamans geti starfað eðlilega. Vatnsdrykkja í morgunsárið hjálpar einnig til við hreinsun líkamans og getur bætt meltingu morgunmatarins. Gott er að byrja daginn á því að fá sér eitt stórt vatnsglas, með eða án sítrónu. 3. Byrjaðu daginn á því að fara í sturtu. Það er bæði notalegt og hressandi að skella sér í heita sturtu í morgunsárið og fara hreinn og ferskur inn í daginn 4. Spilaðu tónlist. Kveiktu á einhverri tónlist sem þér finnst skemmtileg og hjálpar þér setja tóninn fyrir daginn. Skiptir engu máli hvernig tónlist það er, á meðan hún lætur þér líða vel. 5. Náðu tengingu. Taktu þér nokkrar mínútur í að gera slökun, hugleiðslu eða einfaldar öndunaræfingar. Það hjálpar þér að ná einbeitingu og fara inn í daginn með kyrran huga. 6. Hreyfðu þig. Líkaminn þarf tíma til þess að vakna alveg eins og hugurinn. Taktu stuttan göngutúr, gerðu teygjur eða jóga eða hvað sem lætur þér líða vel og gefur þér orku til þess að takast á við allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða. 7. Borðaðu morgunmat. Margir sleppa morgunmatnum vegna tímaleysis eða til þess að reyna að grennast. Morgunmatur gefur okkur orku fyrir daginn, bætir vitræna starfsemi okkar, eykur námsárangur og er neysla hans einnig talin geta minnkað líkur á offitu. Heilsa Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið
Hvort sem að þú ert morgunhani eða nátthrafn er gott að byrja daginn vel. Hér eru nokkur ráð til þess. 1. Fáðu nægan svefn. Svefn er gríðarlega mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn til þessa að vakna úthvíldir á morgnana og hafa næga orku út daginn. Farðu fyrr að sofa og vaknaðu fyrr til þess að geta slakað á í morgunsárið og byrja ekki daginn í streituástandi. 2.Fáðu nægan vökva. Líkaminn missir allt að 1 lítra af vatni á nóttunni og þarf að bæta honum upp vökvatapið til þess að frumur líkamans geti starfað eðlilega. Vatnsdrykkja í morgunsárið hjálpar einnig til við hreinsun líkamans og getur bætt meltingu morgunmatarins. Gott er að byrja daginn á því að fá sér eitt stórt vatnsglas, með eða án sítrónu. 3. Byrjaðu daginn á því að fara í sturtu. Það er bæði notalegt og hressandi að skella sér í heita sturtu í morgunsárið og fara hreinn og ferskur inn í daginn 4. Spilaðu tónlist. Kveiktu á einhverri tónlist sem þér finnst skemmtileg og hjálpar þér setja tóninn fyrir daginn. Skiptir engu máli hvernig tónlist það er, á meðan hún lætur þér líða vel. 5. Náðu tengingu. Taktu þér nokkrar mínútur í að gera slökun, hugleiðslu eða einfaldar öndunaræfingar. Það hjálpar þér að ná einbeitingu og fara inn í daginn með kyrran huga. 6. Hreyfðu þig. Líkaminn þarf tíma til þess að vakna alveg eins og hugurinn. Taktu stuttan göngutúr, gerðu teygjur eða jóga eða hvað sem lætur þér líða vel og gefur þér orku til þess að takast á við allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða. 7. Borðaðu morgunmat. Margir sleppa morgunmatnum vegna tímaleysis eða til þess að reyna að grennast. Morgunmatur gefur okkur orku fyrir daginn, bætir vitræna starfsemi okkar, eykur námsárangur og er neysla hans einnig talin geta minnkað líkur á offitu.
Heilsa Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið