Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Karl Lúðvíksson kalli@365.is skrifar 4. júlí 2014 13:21 Þórisvatn og Kvíslaveitur hafa lengi verið vel sótt af veiðimönnum sem kunna vel við hálendiskyrrðina og það skemmir ekki fyrir að veiðin getur oft verið fantagóð. Þórisvatn hefur þó verið heldur rólegt í sumar en fáar fréttir borist af góðum aflabrögðum það sem komið er af sumri. Annað er uppá tengingum í Kvíslaveitum en flestir veiðimenn sem við höfum heyrt í sem veitt hafa á svæðinu í sumar hafa gert mjög góða veiði. Það þarf að vísu að leita svolítið að fiskinum og þess vegna eru þeir sem kunna á svæðið komnir á lagið með að stoppa ekki lengur en 1-2 tíma á hverjum stað, nema þegar góður staður er fundinn þá stoppa menn auðvitað lengur. Einn af vinsælustu stöðunum er útfallið sjálft rétt fyrir ofan Versali en þar hefur lítið veiðst í sumar. Innar á svæðinu hefur veiðin verið mun betri og algengt að heyra tölur frá 20-30 fiskum á stöngina eftir daginn. Svæðið er frábært til fluguveiða og getur fiskurinn verið mjög vænn en algengar stærðir eru 3-5 pund og þeir stærstu fara auðveldlega í 10-12 pund. Þess ber þó að gæta að vegurinn upp eftir er afleitur og alls ekki fær nema þokkalegum jeppum. Bestu flugurnar eru Nobblerar, Black Ghost, stórar svartar púpur og það eru líka margir sem hafa veitt vel á Sunray Shadow á sökklínu og strippað hratt inn. Tökurnar á hana með þessari veiðiaðferð eru oft svakalega sterkar. Stangveiði Mest lesið 55 fiskar á land á einum degi Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 25 punda stórlax af Nessvæðinu Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Mokveiði og frítt í Frostastaðavatn Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði
Þórisvatn og Kvíslaveitur hafa lengi verið vel sótt af veiðimönnum sem kunna vel við hálendiskyrrðina og það skemmir ekki fyrir að veiðin getur oft verið fantagóð. Þórisvatn hefur þó verið heldur rólegt í sumar en fáar fréttir borist af góðum aflabrögðum það sem komið er af sumri. Annað er uppá tengingum í Kvíslaveitum en flestir veiðimenn sem við höfum heyrt í sem veitt hafa á svæðinu í sumar hafa gert mjög góða veiði. Það þarf að vísu að leita svolítið að fiskinum og þess vegna eru þeir sem kunna á svæðið komnir á lagið með að stoppa ekki lengur en 1-2 tíma á hverjum stað, nema þegar góður staður er fundinn þá stoppa menn auðvitað lengur. Einn af vinsælustu stöðunum er útfallið sjálft rétt fyrir ofan Versali en þar hefur lítið veiðst í sumar. Innar á svæðinu hefur veiðin verið mun betri og algengt að heyra tölur frá 20-30 fiskum á stöngina eftir daginn. Svæðið er frábært til fluguveiða og getur fiskurinn verið mjög vænn en algengar stærðir eru 3-5 pund og þeir stærstu fara auðveldlega í 10-12 pund. Þess ber þó að gæta að vegurinn upp eftir er afleitur og alls ekki fær nema þokkalegum jeppum. Bestu flugurnar eru Nobblerar, Black Ghost, stórar svartar púpur og það eru líka margir sem hafa veitt vel á Sunray Shadow á sökklínu og strippað hratt inn. Tökurnar á hana með þessari veiðiaðferð eru oft svakalega sterkar.
Stangveiði Mest lesið 55 fiskar á land á einum degi Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 25 punda stórlax af Nessvæðinu Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði Mokveiði og frítt í Frostastaðavatn Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði