Frábær opnun í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2014 12:40 Þröstur með fallegan lax í opnun Hrútafjarðarár Hrútafjarðará opnaði 1. júlí og eins og flestar árnar á norðurlandi var opnunin með allra besta móti sem gefur veiðimönnum von um gott sumar í ánni. Fyrsti laxinn kom úr Hólmahyl sem er neðarlega í ánni á "hitch" túpu sem er líklega að verða ein vinsælasta veiðiaðferðin á landinu í dag. Alls komu 5 laxar á land fyrir hádegi að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka en áin var ansi vatnsmikil á fyrsta degi. Allir laxarnir voru tveggjá ára laxar og sá stærsti var 88 sm. Alls veiddust 8 laxar á þessum fyrsta degi sem er frábær opnun í ánni en auk þeirra veiðistaða sem gáfu lax sáust laxar í Stokknum, Surt og Brúarhyl en fyrir utan að sjá laxa víða í ánni vakti það athygli veiðimanna að þeir laxar sem veiddust ofarlega voru ekki lúsugir og hafa greinilega verið í ánni í nokkurn tíma. Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði
Hrútafjarðará opnaði 1. júlí og eins og flestar árnar á norðurlandi var opnunin með allra besta móti sem gefur veiðimönnum von um gott sumar í ánni. Fyrsti laxinn kom úr Hólmahyl sem er neðarlega í ánni á "hitch" túpu sem er líklega að verða ein vinsælasta veiðiaðferðin á landinu í dag. Alls komu 5 laxar á land fyrir hádegi að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka en áin var ansi vatnsmikil á fyrsta degi. Allir laxarnir voru tveggjá ára laxar og sá stærsti var 88 sm. Alls veiddust 8 laxar á þessum fyrsta degi sem er frábær opnun í ánni en auk þeirra veiðistaða sem gáfu lax sáust laxar í Stokknum, Surt og Brúarhyl en fyrir utan að sjá laxa víða í ánni vakti það athygli veiðimanna að þeir laxar sem veiddust ofarlega voru ekki lúsugir og hafa greinilega verið í ánni í nokkurn tíma.
Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði