Andri: Ræddi síðast við Redknapp fyrir fimm vikum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2014 14:16 Vísir/Getty Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins Sigþórssonar, segir það alrangt sem komið hefur fram um viðræður QPR við leikmanninn. Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Ajax hafi samþykkt tilboð QPR í Kolbein en að viðræður við leikmanninn sjálfan hafi dregist á langinn. „Við komumst að samkomulagi við Ajax um kaupverð og þetta snýst nú um að semja við drenginn. Það hefur reynst erfitt. Við hittum umboðsmanninn hans - bróður hans - og náðum ekki saman. Þetta gæti þó enn gerst,“ var haft eftir Harry Redknapp, stjóra QPR. „Það eru engar viðræður í gangi. Ég hitti Redknapp síðast fyrir fimm vikum síðan,“ sagði Andri í samtali við Vísi í dag. „Þetta er því eins vitlaust og getur verið.“ Andri vill þó lítið segja um hvernig leitin að nýju liði gangi en staðfestir þó að áhugi sé fyrir hendi í Englandi og Þýskalandi. „Það er langlíklegast að hann endi á öðrum hvorum staðnum ef hann fer frá Ajax. Það er talsverður áhugi á honum. En ef ekkert verður af því klárar hann síðasta árið sitt hjá Ajax og fer eitthvert annað næsta sumar.“ „Við erum því ekkert stressaðir enda er hann hjá góðu félagi í dag,“ segir Andri enn fremur og telur enga hættu á því að hann verði „frystur“ hjá Ajax til að þvinga fram sölu. En hefur QPR enn áhuga á Kolbeini? „Þeir verða þá að tala við mig,“ sagði Andri. Enski boltinn Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn á leið frá Ajax Landsliðsframherjinn að yfirgefa Hollandsmeistarana eftir þrjú ár í Amsterdam. 2. júní 2014 13:15 Alfreð: England myndi henta Kolbeini vel Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark gegn andstæðingi sem hann þekkir vel. 21. júlí 2014 10:00 Redknapp: Erfitt að eiga við Kolbein Harry Redknapp segir að gangi illa að semja við Kolbein Sigþórsson um kaup og kjör. 24. júlí 2014 10:20 Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins Sigþórssonar, segir það alrangt sem komið hefur fram um viðræður QPR við leikmanninn. Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Ajax hafi samþykkt tilboð QPR í Kolbein en að viðræður við leikmanninn sjálfan hafi dregist á langinn. „Við komumst að samkomulagi við Ajax um kaupverð og þetta snýst nú um að semja við drenginn. Það hefur reynst erfitt. Við hittum umboðsmanninn hans - bróður hans - og náðum ekki saman. Þetta gæti þó enn gerst,“ var haft eftir Harry Redknapp, stjóra QPR. „Það eru engar viðræður í gangi. Ég hitti Redknapp síðast fyrir fimm vikum síðan,“ sagði Andri í samtali við Vísi í dag. „Þetta er því eins vitlaust og getur verið.“ Andri vill þó lítið segja um hvernig leitin að nýju liði gangi en staðfestir þó að áhugi sé fyrir hendi í Englandi og Þýskalandi. „Það er langlíklegast að hann endi á öðrum hvorum staðnum ef hann fer frá Ajax. Það er talsverður áhugi á honum. En ef ekkert verður af því klárar hann síðasta árið sitt hjá Ajax og fer eitthvert annað næsta sumar.“ „Við erum því ekkert stressaðir enda er hann hjá góðu félagi í dag,“ segir Andri enn fremur og telur enga hættu á því að hann verði „frystur“ hjá Ajax til að þvinga fram sölu. En hefur QPR enn áhuga á Kolbeini? „Þeir verða þá að tala við mig,“ sagði Andri.
Enski boltinn Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn á leið frá Ajax Landsliðsframherjinn að yfirgefa Hollandsmeistarana eftir þrjú ár í Amsterdam. 2. júní 2014 13:15 Alfreð: England myndi henta Kolbeini vel Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark gegn andstæðingi sem hann þekkir vel. 21. júlí 2014 10:00 Redknapp: Erfitt að eiga við Kolbein Harry Redknapp segir að gangi illa að semja við Kolbein Sigþórsson um kaup og kjör. 24. júlí 2014 10:20 Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Kolbeinn á leið frá Ajax Landsliðsframherjinn að yfirgefa Hollandsmeistarana eftir þrjú ár í Amsterdam. 2. júní 2014 13:15
Alfreð: England myndi henta Kolbeini vel Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark gegn andstæðingi sem hann þekkir vel. 21. júlí 2014 10:00
Redknapp: Erfitt að eiga við Kolbein Harry Redknapp segir að gangi illa að semja við Kolbein Sigþórsson um kaup og kjör. 24. júlí 2014 10:20
Markmiðið er að taka næsta skref Kolbeinn Sigþórsson er líklega á förum frá Ajax í sumar eftir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. 4. júní 2014 07:00