Nýr Porsche 718 kemur 2016 Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 09:30 Porsche 718, snaggaralegur bíll sem kosta mun 40.000 Evrur. Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Það teljast ávallt fréttir þegar sportbílaframleiðandinn Porsche kynnir nýja bílgerð. Porsche ætlar að setja á markað glænýjan bíl, Porsche 718 sem er smár sportbíll með vélina fyrir miðju og aðeins 2 sæta. Gárungarnir segja að ástæðan fyrir því að Porsche ætlar að setja þennan bíl á markað sé sú að Alfa Romeo sé í startholunum með samskonar bíl og Porsche ætlar ekki að leyfi ítalska framleiðandanum að eiga sviðið í þessum litla flokki smárra sportbíla. Porsche 718 verður í raun systurbíll Boxster og Cayman bílanna, en aðeins styttri samt. Hann verður byggður á Boxster bílnum en dramatískari í útliti og karakter. Í bílinn fer fyrsta 4 strokka vél Porsche í langan tíma, eða allt frá því 912 bíllinn var framleiddur. Minni gerð fjögurra strokka vélarinnar verður 2,0 lítra og 285 hestöfl en sú stærri 2,5 lítra og 360 hestöfl. Val verður á milli 6 gíra beinskiptingar eða 7 gíra sjálfskiptingar og verður hún tengd tveimur kúplingum. Vafalaust verður þessi bíll stórkostlegur í akstri líkt og systurbílarnir, en mun líklega eyða minni eldsneyti með fjögurra strokka vélarnar. Búist er við því að 718 bíllinn verði boðinn á um 40.000 Evrur í Evrópu og þar af leiðandi talsvert ódýrari bíll en bæði Boxster og Cayman.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent