48 laxar veiddust fyrir hádegi í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2014 15:25 Ytri Rangá er loksins komin í gang en í morgun veiddust 48 laxar Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn góður kippur í veiðina í Ytri Rangá og það sést auðvitað best á hækkandi veiðitölum. Á morgunvaktinni í dag komu 48 laxar á land og var mikið líf á öllum svæðum enda virðast göngurnar loksins vera farnar að skila sér af fullum krafti í ánna. Hækkandi hlutfall smálaxa er einnig mikið ánægjuefni sem sýnir að sá stofn sem alin er upp í ánni virðist ekki hafa lent í sambærilegum afföllum og laxinn á vesturlandi svo dæmi séu tekin. Það hefur ekki verið full nýting á stöngunum svo heildarveiði á stöng er mun betri en ætla mætti og sumar stangir veiða meira en aðrar eins og gerist og gengur. Hópurinn sem er við veiðar núna hættir á hádegi á morgun en forsvarsmaður hópsins tekur þá á móti næsta hóp og verður áin þess vegna hvíld að þeirra frumkvæði eftir hádegi svo veiðitölur dagsins á morgun verða ekki nema helmingur af því sem þær gætu orðið. Stangveiði Mest lesið Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 30 laxar veiðst í Elliðaánum Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði
Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn góður kippur í veiðina í Ytri Rangá og það sést auðvitað best á hækkandi veiðitölum. Á morgunvaktinni í dag komu 48 laxar á land og var mikið líf á öllum svæðum enda virðast göngurnar loksins vera farnar að skila sér af fullum krafti í ánna. Hækkandi hlutfall smálaxa er einnig mikið ánægjuefni sem sýnir að sá stofn sem alin er upp í ánni virðist ekki hafa lent í sambærilegum afföllum og laxinn á vesturlandi svo dæmi séu tekin. Það hefur ekki verið full nýting á stöngunum svo heildarveiði á stöng er mun betri en ætla mætti og sumar stangir veiða meira en aðrar eins og gerist og gengur. Hópurinn sem er við veiðar núna hættir á hádegi á morgun en forsvarsmaður hópsins tekur þá á móti næsta hóp og verður áin þess vegna hvíld að þeirra frumkvæði eftir hádegi svo veiðitölur dagsins á morgun verða ekki nema helmingur af því sem þær gætu orðið.
Stangveiði Mest lesið Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 30 laxar veiðst í Elliðaánum Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði