Hjartnæm smáskilaboð bræddu bílþjófinn Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2014 09:56 Bíl konunnar var stolið fyrir utan K-Mart verslun í Missouri. Einstæð móðir fimm barna stóð frekar ráðalaus fyrir utan K-Mart verslun í Bandaríkjunum um daginn er hún sá að bílnum hennar hafði verið stolið. Hún taldi að bílinn myndi hún aldrei sjá aftur, en þá datt henni snjallræði í hug. Hún mundi eftir því að hún hefði gleymt farsíma sínum í bílnum og brá því á það ráð að senda afar hjartnæm smáskilaboð í hann úr öðrum síma í þeirri von að þjófurinn myndi lesa það. Í skeyti hennar til þjófsins sagði hún meðal annars að nú hefði einstæð móðir með fimm börn tapað bíl sínum og hún kæmist ekki einu sinni í vinnu sína. Skömmu síðar svaraði þjófurinn á þessa leið. „Mér líður afar illa yfir þessu, en börnin mín þurfa einnig að borða. Síðan ég missti vinnu mína hefur verið hart í ári hjá mér“. Einnig fylgdu í skeyti hans leiðbeiningar um hvernig móðirin gæti nálgast bíl sinn. Móðirin endurheimti bílinn og þurfti ekki að blanda lögreglunni í málið. Það sem kom henni þó mest á óvart var tómur sjálfskiptiolíubrúsi í farþegasætinu, en þjófurinn hafði fyllt á olíuna. Ekki eru allir þjófar eins hrifnæmir og þessi og sjá að sér eftir misgjörðir sínar. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent
Einstæð móðir fimm barna stóð frekar ráðalaus fyrir utan K-Mart verslun í Bandaríkjunum um daginn er hún sá að bílnum hennar hafði verið stolið. Hún taldi að bílinn myndi hún aldrei sjá aftur, en þá datt henni snjallræði í hug. Hún mundi eftir því að hún hefði gleymt farsíma sínum í bílnum og brá því á það ráð að senda afar hjartnæm smáskilaboð í hann úr öðrum síma í þeirri von að þjófurinn myndi lesa það. Í skeyti hennar til þjófsins sagði hún meðal annars að nú hefði einstæð móðir með fimm börn tapað bíl sínum og hún kæmist ekki einu sinni í vinnu sína. Skömmu síðar svaraði þjófurinn á þessa leið. „Mér líður afar illa yfir þessu, en börnin mín þurfa einnig að borða. Síðan ég missti vinnu mína hefur verið hart í ári hjá mér“. Einnig fylgdu í skeyti hans leiðbeiningar um hvernig móðirin gæti nálgast bíl sinn. Móðirin endurheimti bílinn og þurfti ekki að blanda lögreglunni í málið. Það sem kom henni þó mest á óvart var tómur sjálfskiptiolíubrúsi í farþegasætinu, en þjófurinn hafði fyllt á olíuna. Ekki eru allir þjófar eins hrifnæmir og þessi og sjá að sér eftir misgjörðir sínar.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent