Ljúffeng og næringarrík möndlumjólk Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Möndlur eru stútfullar af vítamínum og steinefnum. Þær innihalda til dæmis kalk, E vítamín, magnesíum og B2 vítamín en það eru mikilvæg næringarefni fyrir líkamann. Þær eru ríkar af trefjum, innihalda holla og góða fitu og eru auk þess mjög próteinríkar. Möndlumjólk er ekki bara næringarrík heldur einnig afar bragðgóð. Tilvalið er að nota hana úti í drykki og í ýmislegt annað, hún er góður kalkgjafi í staðinn fyrir hefðbundna mjólk. Heimatilbúin möndlumjólk er yfirleitt hollust, en í aðkeyptri möndlumjólk er oft viðbættur sykur og önnur aukaefni. Það er líka afar einfalt og fljólegt að búa hana til sjálfurÞað sem þarf í möndlumjólkina:1 bolli af möndlum Vatn Sía, sigti eða nælonsokkur Flaska fyrir mjólkinaAðferð: 1.Leggið möndlurnar í bleyti í minnst 15 mínútur, mega liggja í bleyti yfir nótt. 2.Hellið vatninu af og skolið möndlurnar með hreinu vatni. 3.Setjið möndlurnar í blandara ásamt 4 bollum af vatni og blandið vel saman. 4.Hellið möndlumjólkinni í gegnum sigti eða einhverskonar síu og í hreina flösku sem hægt er að geyma í kæli. Möndlumjólkin geymist í 2-3 daga í kæli. Ekki henda hratinu af möndlunum, frystu það frekar eða þurkaðu það í ofninum. Möndluhratið er mjög gott í bakstur og ýmislegt fleira. Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Möndlur eru stútfullar af vítamínum og steinefnum. Þær innihalda til dæmis kalk, E vítamín, magnesíum og B2 vítamín en það eru mikilvæg næringarefni fyrir líkamann. Þær eru ríkar af trefjum, innihalda holla og góða fitu og eru auk þess mjög próteinríkar. Möndlumjólk er ekki bara næringarrík heldur einnig afar bragðgóð. Tilvalið er að nota hana úti í drykki og í ýmislegt annað, hún er góður kalkgjafi í staðinn fyrir hefðbundna mjólk. Heimatilbúin möndlumjólk er yfirleitt hollust, en í aðkeyptri möndlumjólk er oft viðbættur sykur og önnur aukaefni. Það er líka afar einfalt og fljólegt að búa hana til sjálfurÞað sem þarf í möndlumjólkina:1 bolli af möndlum Vatn Sía, sigti eða nælonsokkur Flaska fyrir mjólkinaAðferð: 1.Leggið möndlurnar í bleyti í minnst 15 mínútur, mega liggja í bleyti yfir nótt. 2.Hellið vatninu af og skolið möndlurnar með hreinu vatni. 3.Setjið möndlurnar í blandara ásamt 4 bollum af vatni og blandið vel saman. 4.Hellið möndlumjólkinni í gegnum sigti eða einhverskonar síu og í hreina flösku sem hægt er að geyma í kæli. Möndlumjólkin geymist í 2-3 daga í kæli. Ekki henda hratinu af möndlunum, frystu það frekar eða þurkaðu það í ofninum. Möndluhratið er mjög gott í bakstur og ýmislegt fleira.
Heilsa Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning