Toyota kynnir breyttan Yaris Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2014 08:44 Gerbreyttur framendi á Yaris. Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent
Á morgun, laugardaginn 30. ágúst kynnir Toyota nýjan og endurbættan Yaris hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og í Kauptúni, Garðabæ. Nýr Yaris er mikið breyttur frá því sem nú er og það sem fyrst grípur augað er afgerandi hönnun á framenda bílsins sem gefur honum mjög ákveðinn og laglegan svip. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar bæði á útliti bílsins og innréttingu og í Yaris er nú Toyota Touch 2 margmiðlunarkerfið með 7“ skjá og bakkmyndavél. Lipurð í akstri og sparneytni eru áfram aðalsmerki Yaris sem fánlegur er bæði með bensín- og dísilvél auk hybridútfærslu. Verð á nýjum Yaris er frá 2.690.000 krónum. Sýningin verður hjá öllum viðurkenndum söluaðilum Toyota á laugardag milli kl. 12:00 og 16:00.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent