Liverpool í riðli með Real Madrid - Meistaradeildardrátturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 14:33 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson mætir Luis Suarez og Zlatan Ibrahimovic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í kvöld. Cheslea var langheppnast með riðil af ensku liðunum. Það verður mikið um spennandi leiki í Meistaradeildinni í vetur en þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta í Mónakó í kvöld. Liverpool er nú aftur með í Meistaradeildinni og fær viðráðanlegt verkefni. Liverpool slapp reyndar við Luis Suarez og Barcelona-liðið en lenti aftur á móti í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid sem er ekki auðveldara verkefni. Hin liðin í riðlinum eru hinsvegar mun lakari eða Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax halda áfram að lenda í riðli með stærstu félögum Evrópu en að þessu sinni er Ajax í riðli með Barcelona frá Spáni, Paris Saint Germain frá Frakklandi og Apoel frá Kýpur. Bayern München og Manchester City halda áfram að lenda saman í riðli og City-menn eru áfram afar óheppnir með mótherja í riðlakeppninni. Hin liðin í riðlinum eru CSKA Moskva frá Rússlandi og Roma frá Ítalíu og er þetta því einn erfiðasti riðilinn. Arsenal er ágætlega heppið með riðil en Chelsea-menn eru jafnvel enn heppnari enda í riðli með Schalke frá Þýskalandi, Sporting Lissabon frá Portúgal og Maribor frá Slóveníu. Arsenal lenti í riðli með þýska liðinu Dortmund en hin liðin eru Galatasaray frá Tyrklandi og Anderlecht frá Belgíu.Riðlarnir í Meistraradeildinni í vetur:A-riðill Atletico Madrid Juventus Olympiacos MalmöB-riðill Real Madrid Basel Liverpool LudogoretsC-riðill Benfica Zenit St. Pétursborg Bayer Leverkusen AS MónakóD-riðill Arsenal Dortmund Galatasaray AnderlechtE-riðill Bayern München Manchester City CSKA Moskva RomaF-riðill Barcelona Paris Saint Germain Ajax ApoelG-riðill Chelsea Schalke Sporting Lissabon MariborH-riðill Porto Shakhtar Donetsk Athletic Bilbao BATE BorisovRiðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 16. september næstkomanid. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson mætir Luis Suarez og Zlatan Ibrahimovic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í kvöld. Cheslea var langheppnast með riðil af ensku liðunum. Það verður mikið um spennandi leiki í Meistaradeildinni í vetur en þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta í Mónakó í kvöld. Liverpool er nú aftur með í Meistaradeildinni og fær viðráðanlegt verkefni. Liverpool slapp reyndar við Luis Suarez og Barcelona-liðið en lenti aftur á móti í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid sem er ekki auðveldara verkefni. Hin liðin í riðlinum eru hinsvegar mun lakari eða Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax halda áfram að lenda í riðli með stærstu félögum Evrópu en að þessu sinni er Ajax í riðli með Barcelona frá Spáni, Paris Saint Germain frá Frakklandi og Apoel frá Kýpur. Bayern München og Manchester City halda áfram að lenda saman í riðli og City-menn eru áfram afar óheppnir með mótherja í riðlakeppninni. Hin liðin í riðlinum eru CSKA Moskva frá Rússlandi og Roma frá Ítalíu og er þetta því einn erfiðasti riðilinn. Arsenal er ágætlega heppið með riðil en Chelsea-menn eru jafnvel enn heppnari enda í riðli með Schalke frá Þýskalandi, Sporting Lissabon frá Portúgal og Maribor frá Slóveníu. Arsenal lenti í riðli með þýska liðinu Dortmund en hin liðin eru Galatasaray frá Tyrklandi og Anderlecht frá Belgíu.Riðlarnir í Meistraradeildinni í vetur:A-riðill Atletico Madrid Juventus Olympiacos MalmöB-riðill Real Madrid Basel Liverpool LudogoretsC-riðill Benfica Zenit St. Pétursborg Bayer Leverkusen AS MónakóD-riðill Arsenal Dortmund Galatasaray AnderlechtE-riðill Bayern München Manchester City CSKA Moskva RomaF-riðill Barcelona Paris Saint Germain Ajax ApoelG-riðill Chelsea Schalke Sporting Lissabon MariborH-riðill Porto Shakhtar Donetsk Athletic Bilbao BATE BorisovRiðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 16. september næstkomanid.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira