Bandarískur nýliði ekur í Spa Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:04 Alexander Rossi verður í fyrsta skipti undir stýri í Formúlu 1 um helgina. Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent
Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent