Bráðhollar uppskriftir mæðgnanna Rikka skrifar 8. september 2014 15:47 Solla og Hildur Mynd/maedgurnar.is Mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur dóttir hennar hafa nýverið sett á laggirnar dásamlegt matarblogg þar sem að þær sameina krafta sína og ástríðu fyrir matargerð. Síðan er alveg einstaklega falleg enda sérstaklega lagt upp úr fallegum myndum auk hollra og bragðgóðra uppskrifta. Sollu þarf vart að kynna enda hefur hún verið brautryðjandi á sviði holls mataræðis undanfarin tuttugu ár. Hildur deilir áhuga móður sinnar á hollustu og er nýlega útskrifuð úr næringarfræði frá Háskóla Íslands. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað kemur úr úr þessari fallegu samvinnu í framtíðinni. Mæðgurnar gáfu Heilsuvísi dásamlega uppskrift af Bláberjasultu sem þær nýverið settu á bloggið sitt. BláberjasultaMynd/maedgurnar.is Bláberjasulta Mæðgnanna 10 dl bláber safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku 1 vanillustöng 1 kanilstöng nokkur korn sjávarsalt væn msk chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn 2-4 msk kókospálmasykur eða sæta að eigin vali Aðferð Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum, sætunni, vanillustönginni, kanilstönginni og nokkrum saltkornum. Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið í 1-2 mín, lækkið undir pottinum og hrærið möluðu chiafræjunum útí og látið malla þar til sultan byrjar að þykkna. Takið af hellunni og látið standa í smá stund. Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmíteygju. Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir pott og maukað. Heilsa Uppskriftir Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Mæðgurnar Solla Eiríks og Hildur dóttir hennar hafa nýverið sett á laggirnar dásamlegt matarblogg þar sem að þær sameina krafta sína og ástríðu fyrir matargerð. Síðan er alveg einstaklega falleg enda sérstaklega lagt upp úr fallegum myndum auk hollra og bragðgóðra uppskrifta. Sollu þarf vart að kynna enda hefur hún verið brautryðjandi á sviði holls mataræðis undanfarin tuttugu ár. Hildur deilir áhuga móður sinnar á hollustu og er nýlega útskrifuð úr næringarfræði frá Háskóla Íslands. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvað kemur úr úr þessari fallegu samvinnu í framtíðinni. Mæðgurnar gáfu Heilsuvísi dásamlega uppskrift af Bláberjasultu sem þær nýverið settu á bloggið sitt. BláberjasultaMynd/maedgurnar.is Bláberjasulta Mæðgnanna 10 dl bláber safinn úr 1 sítrónu eða 2 msk hreinn sítrónusafi úr flösku 1 vanillustöng 1 kanilstöng nokkur korn sjávarsalt væn msk chiafræ, möluð í krydd- eða kaffikvörn 2-4 msk kókospálmasykur eða sæta að eigin vali Aðferð Setjið bláberin í pott ásamt sítrónusafanum, sætunni, vanillustönginni, kanilstönginni og nokkrum saltkornum. Látið suðuna koma upp og bullsjóða og hrærið í 1-2 mín, lækkið undir pottinum og hrærið möluðu chiafræjunum útí og látið malla þar til sultan byrjar að þykkna. Takið af hellunni og látið standa í smá stund. Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmíteygju. Þessa sultu er líka hægt að gera hráa. Þá er allt sett í matvinnsluvél í staðinn fyrir pott og maukað.
Heilsa Uppskriftir Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning