6 matartegundir með földum sykri Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2014 13:00 Vísir/Getty Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. Átakið fer þannig fram að þú átt eftir bestu getu að sneiða framhjá viðbættum sykri út september. Heilsuvísir verður með góð ráð og greinar um hvernig þú getur sneitt framhjá sykri allan september. Hér bendum við á 6 vinsælar matartegundir sem margir borða reglulega án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið magn sykurs þeir eru að innbyrða.Barbecue sósa Þessi tegund sósu er oftar en ekki með hátt hlutfall sykurs eða allt að 7 grömmum af sykri í einni teskeið. Fæstir borða bara eina teskeið af sósu með kjötinu og eru því að innbyrða mikið magn sykur án þess að gera sér grein fyrir því. Sykurinn er oftast í formi kornsíróps sem er alls ekkert skárri en þessi hvíti.Pasta sósurPasta sósur í krukku eða dós eru oft með viðbættum sykri. Það borgar sig að lesa á krukkurnar og finna sósu sem er ekki með neinum sykri í eða búa til sína eigin sósu úr tómötum, hvítlauk og öðru góðu kryddi.TómatsósaÞað er mikill viðbættur sykur í tómatsósu í formi kornsíróps þrátt fyrir að það sé í raun algjör óþarfi. Prófaðu að nota hreint tómatmauk án sykurs í staðinn, tómatar eru neflilega alveg nógu sætir.JógúrtJógúrt er oftast með miklum viðbættum sykri. Sumar tegundir eru markaðsettar sem hollari kostir og eru með annarri tegund sykurs eins og til dæmis agave sírópi. Agave sykur er ekkert hollari en annar sykur og því alls engin hollustuvara. Þær tegundir sem eru merktar sykurlausar eru oft með gervisætu sem er ekkert skárra. Best er að kaupa hreina jógúrt og nota ávexti til þess að fá sæta bragðið ef þess þarf.MöndlumjólkSírópi og öðrum sykri er bætt við í margar tegundir af möndlumjólk, annarri hnetumjólk, sojamjólk eða hrísmjólk. Það eru þó til sykurlausar tegundir og því mikilvægt að lesa alltaf á pakkingarnar og finna réttu mjólkina. Svo er mjög einfalt að búa til sína eigin möndlumjólk og þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því hverju er búið að bæta við.HafraklattarHafraklattar eru markaðsettir sem einhverskonar heilsuvara en innihalda oftar en ekki jafn mikinn sykur og hvert annað súkkulaðistykki eða annað sælgæti í búðinni. Passaðu að lesa á pakkningarnar og ekki láta blekkjast.Heilsuvísir vill verðlauna þig Við á Heilsuvísi viljum hvetja þig til góðra verka og drögum út heilsutengda vinninga vikulega í september. Vertu með á Facebook og Instagram og hastaggaðu #Heilsuvísir #sykurlausseptember. Myndirnar geta verið af hvatningarorðum, drykkjum, sykurlausum mataruppskriftum, sætum bitum án sykurs, fyrirmyndum og öllu sem að tengist ferðalagi þínu í sykurlausum september. Heilsa Tengdar fréttir Ljúffeng og næringarrík möndlumjólk Búðu til þína eigin möndlumjólk. Það er afar einfalt. 13. ágúst 2014 15:00 Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07 Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Ertu sykurfíkill? Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. 12. september 2014 11:00 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Dásamleg sykurlaus hindberja jógúrt Einföld uppskrift af sykurlausri jógúrt með stevíu sem er frábær sem morgunverður eða millimál. 4. september 2014 11:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. Átakið fer þannig fram að þú átt eftir bestu getu að sneiða framhjá viðbættum sykri út september. Heilsuvísir verður með góð ráð og greinar um hvernig þú getur sneitt framhjá sykri allan september. Hér bendum við á 6 vinsælar matartegundir sem margir borða reglulega án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið magn sykurs þeir eru að innbyrða.Barbecue sósa Þessi tegund sósu er oftar en ekki með hátt hlutfall sykurs eða allt að 7 grömmum af sykri í einni teskeið. Fæstir borða bara eina teskeið af sósu með kjötinu og eru því að innbyrða mikið magn sykur án þess að gera sér grein fyrir því. Sykurinn er oftast í formi kornsíróps sem er alls ekkert skárri en þessi hvíti.Pasta sósurPasta sósur í krukku eða dós eru oft með viðbættum sykri. Það borgar sig að lesa á krukkurnar og finna sósu sem er ekki með neinum sykri í eða búa til sína eigin sósu úr tómötum, hvítlauk og öðru góðu kryddi.TómatsósaÞað er mikill viðbættur sykur í tómatsósu í formi kornsíróps þrátt fyrir að það sé í raun algjör óþarfi. Prófaðu að nota hreint tómatmauk án sykurs í staðinn, tómatar eru neflilega alveg nógu sætir.JógúrtJógúrt er oftast með miklum viðbættum sykri. Sumar tegundir eru markaðsettar sem hollari kostir og eru með annarri tegund sykurs eins og til dæmis agave sírópi. Agave sykur er ekkert hollari en annar sykur og því alls engin hollustuvara. Þær tegundir sem eru merktar sykurlausar eru oft með gervisætu sem er ekkert skárra. Best er að kaupa hreina jógúrt og nota ávexti til þess að fá sæta bragðið ef þess þarf.MöndlumjólkSírópi og öðrum sykri er bætt við í margar tegundir af möndlumjólk, annarri hnetumjólk, sojamjólk eða hrísmjólk. Það eru þó til sykurlausar tegundir og því mikilvægt að lesa alltaf á pakkingarnar og finna réttu mjólkina. Svo er mjög einfalt að búa til sína eigin möndlumjólk og þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því hverju er búið að bæta við.HafraklattarHafraklattar eru markaðsettir sem einhverskonar heilsuvara en innihalda oftar en ekki jafn mikinn sykur og hvert annað súkkulaðistykki eða annað sælgæti í búðinni. Passaðu að lesa á pakkningarnar og ekki láta blekkjast.Heilsuvísir vill verðlauna þig Við á Heilsuvísi viljum hvetja þig til góðra verka og drögum út heilsutengda vinninga vikulega í september. Vertu með á Facebook og Instagram og hastaggaðu #Heilsuvísir #sykurlausseptember. Myndirnar geta verið af hvatningarorðum, drykkjum, sykurlausum mataruppskriftum, sætum bitum án sykurs, fyrirmyndum og öllu sem að tengist ferðalagi þínu í sykurlausum september.
Heilsa Tengdar fréttir Ljúffeng og næringarrík möndlumjólk Búðu til þína eigin möndlumjólk. Það er afar einfalt. 13. ágúst 2014 15:00 Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07 Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00 Ertu sykurfíkill? Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. 12. september 2014 11:00 Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00 Dásamleg sykurlaus hindberja jógúrt Einföld uppskrift af sykurlausri jógúrt með stevíu sem er frábær sem morgunverður eða millimál. 4. september 2014 11:00 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Ljúffeng og næringarrík möndlumjólk Búðu til þína eigin möndlumjólk. Það er afar einfalt. 13. ágúst 2014 15:00
Sykurlaus september - ertu með? Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. 2. september 2014 15:07
Hvað er málið með Sykurlausan september? Um hvað snýst þessi Sykurlausi september, eru einhverjar reglur, hvað áttu að gera? 5. september 2014 09:00
Ertu sykurfíkill? Ef að þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. 12. september 2014 11:00
Hentu hvíta sykrinum út og notaðu stevíu í staðinn Stevía er hollari kostur í bakstur og eldamennsku 3. september 2014 09:00
Dásamleg sykurlaus hindberja jógúrt Einföld uppskrift af sykurlausri jógúrt með stevíu sem er frábær sem morgunverður eða millimál. 4. september 2014 11:00
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning